Fótbolti

Moutinho búinn að missa áhugann á Tottenham

Tottenham rétt missti af portúgalska miðjumanninum Moutinho síðasta sumar en ætlar að reyna aftur að fá hann. Leikmaðurinn er þó sagður hafa misst áhugann á að fara til félagsins.

Hið moldríka franska félag, PSG, er þess utan komið í slaginn um leikmanninn og þegar PSG opnar veskið þá geta önnur félög nánast pakkað saman og farið heim.

Moutinho fær betri laun hjá PSG og hann vill þess utan spila með liði í Meistaradeildinni. Það fær hann hjá PSG en ekki hjá Spurs.

Porto gæti verið til í að selja leikmanninn strax í janúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×