Rybolovlev keypti dýrstu fasteignina í Bandaríkjunum 2012 Magnús Halldórsson skrifar 24. desember 2012 16:30 Dýrasta fasteignin, sem keypt var í Bandaríkjunum, er í þessu húsi. Hún kostaði tæplega 12 milljarða króna. Mynd/ AP Rússneski auðmaðurinn Dmitry Rybolovlev borgaði eitt hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir fasteign í Bandaríkjunum í febrúar sl., en greint var fyrst frá viðskiptunum í byrjun desember á þessu ári. Hann greiddi 88 milljónir dala, jafnvirði um 11,7 milljarða króna, fyrir íbúð á efstu hæð í fjölbýlishúsi á Manhattan, en seljandinn var fyrrverandi starfsmaður Citigroup bankans. Íbúðin er tíu herbergja, þar af fjögur svefnherbergi. Íburðurinn er mikill, svo ekki sé fastar að orðið kveðið, samkvæmt frásögn Forbes. Ryboloev hefur rokið upp listann yfir ríkustu menn heims undanfarin ár, en hann var í 79. sæti í fyrra. Síðan þá hefur hann látið til sín taka í fjárfestingum, meðal annars í Mónakó. Hann er nú meðal annars eigandi knattspyrnuliðsins FC Monaco. Grunnurinn að auðævum hans tengist olíuviðskiptum í Rússlandi. Sjá má lista yfir stærstu fasteignakaup milljarðamæringa í Bandaríkjunum á árinu 2012, samkvæmt samantekt Forbes, hér. Í öðru sæti á listanum yfir dýrustu keyptu eignina er vogunarsjóðsstjórinn John Paulson, sem hagnaðist um 20 milljarða dala, ríflega 2.500 milljarða króna, með því að taka skortstöðu gegn fasteignamarkaðnum í Bandaríkjunum árin 2006 og 2007. Skrifuð hefur verið bók um þau viðskipti, sem nefnist The Greates Trade Ever. Fasteignin sem Paulson keypti var skammt frá skíðasvæðinu í Aspen. Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Rússneski auðmaðurinn Dmitry Rybolovlev borgaði eitt hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir fasteign í Bandaríkjunum í febrúar sl., en greint var fyrst frá viðskiptunum í byrjun desember á þessu ári. Hann greiddi 88 milljónir dala, jafnvirði um 11,7 milljarða króna, fyrir íbúð á efstu hæð í fjölbýlishúsi á Manhattan, en seljandinn var fyrrverandi starfsmaður Citigroup bankans. Íbúðin er tíu herbergja, þar af fjögur svefnherbergi. Íburðurinn er mikill, svo ekki sé fastar að orðið kveðið, samkvæmt frásögn Forbes. Ryboloev hefur rokið upp listann yfir ríkustu menn heims undanfarin ár, en hann var í 79. sæti í fyrra. Síðan þá hefur hann látið til sín taka í fjárfestingum, meðal annars í Mónakó. Hann er nú meðal annars eigandi knattspyrnuliðsins FC Monaco. Grunnurinn að auðævum hans tengist olíuviðskiptum í Rússlandi. Sjá má lista yfir stærstu fasteignakaup milljarðamæringa í Bandaríkjunum á árinu 2012, samkvæmt samantekt Forbes, hér. Í öðru sæti á listanum yfir dýrustu keyptu eignina er vogunarsjóðsstjórinn John Paulson, sem hagnaðist um 20 milljarða dala, ríflega 2.500 milljarða króna, með því að taka skortstöðu gegn fasteignamarkaðnum í Bandaríkjunum árin 2006 og 2007. Skrifuð hefur verið bók um þau viðskipti, sem nefnist The Greates Trade Ever. Fasteignin sem Paulson keypti var skammt frá skíðasvæðinu í Aspen.
Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira