Lítið barn fékk bráðaofnæmi fyrir rauðu kjöti Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 26. maí 2013 18:30 Íslenskt barn undir tveggja ára aldri greindist nýlega með bráðaofnæmi fyrir rauðu kjöti. Þetta er eitt fyrsta tilfelli kjötofnæmis á Íslandi en slíkt ofnæmi hefur færst í vöxt síðastliðinn áratug. Á meðal þeirra sem héldu erindi á ráðstefnu norrænna ofnæmissérfræðinga sem fram fór hér á landi síðustu daga er Daninn Peter Plaschke sem er ofnæmissérfræðingur og lunganlæknir á Gentofteháskólasjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn. Peter fjallaði um ofnæmi fyrir rauðu kjöti sem færst hefur í vöxt. Þannig greindust sjö til átta slík tilfelli á spítalanum sem hann starfar á á síðustu tveimur árum. Þá hefur tilfellum einnig fjölgað í Svíþjóð, Bandaríkjunum og Ástralíu. „Ef maður skoðar lengra aftur í tímann tíu, tuttugu eða þrjátíu ár til baka þegar við vorum að byrja sem ofnæmislæknar urðum við næstum aldrei varir við kjötofnæmi,“ segir Peter. Ofnæmi fyrir rauðu kjöti greindist nýlega hjá íslensku barni undir tveggja ára aldri. Barnið fékk bráðaofnæmi eftir að hafa borðað kjöt og endaði á spítala. Þetta er eitt fyrsta tilfelli kjötofnæmis sem greinist hér á landi. Þegar talað er um rautt kjöt er til að mynda átt við lamba-, nauta-, hrossa-, svína- og hreindýrakjöt. Um er að ræða ofnæmi fyrir kjötinu sjálfu en ýmsar kenningar eru uppi um ástæðu þess. Þannig segir Peter að mögulega séu tengsl á milli skógarmítils og kjötofnæmis. Fólk sem fengið hafi kjötofnæmi hafi í einhverjum tilfellum verið bitið af skógarmítli sem hugsanlega hafi vakið upp ofnæmið. Þetta er þó líklega ekki ástæðan fyrir ofnæminu hjá íslenska barninu. Peter segir lækna stundum ekki ná að greina ofnæmið þar sem það geti í sumum tilfellum tekið tíma fyrir einkennin að koma fram. „Það er mjög algengt að læknirinn greini þetta ekki, meðal annars af því að sjúklingurinn tekur ekki eftir þessu. Þegar annað ofnæmi á í hlut koma einkennin oft fram rétt eftir að fólk hefur borðað eða kannski að hálftíma liðnum. Hins vegar koma viðbrögð við þessu ofnæmi kannski fram eftir fjórar tíma og þá tengir sjúklingurinn ef til vill ekki viðbrögðin við það að hann borðaði kjöt. Þegar gerð er staðalgreining á ofnæmi er ekki prófað fyrir ofnæmi gegn kjöti því fólk telur að það sé svo sjaldgæft og því algengara að prófað sé fyrir eggja-, fisk- og hnetuofnæmi. Þess vegna hafa margir sjúklingar verið rannsakaðir einu sinni, tvisvar eða þrisvar hjá lækni án þess að prófað sé fyrir kjötofnæmi. Það er aðeins þegar gert er sérstakt ofnæmispróf sem það uppgötvast,“ segir Peter. Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Sjá meira
Íslenskt barn undir tveggja ára aldri greindist nýlega með bráðaofnæmi fyrir rauðu kjöti. Þetta er eitt fyrsta tilfelli kjötofnæmis á Íslandi en slíkt ofnæmi hefur færst í vöxt síðastliðinn áratug. Á meðal þeirra sem héldu erindi á ráðstefnu norrænna ofnæmissérfræðinga sem fram fór hér á landi síðustu daga er Daninn Peter Plaschke sem er ofnæmissérfræðingur og lunganlæknir á Gentofteháskólasjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn. Peter fjallaði um ofnæmi fyrir rauðu kjöti sem færst hefur í vöxt. Þannig greindust sjö til átta slík tilfelli á spítalanum sem hann starfar á á síðustu tveimur árum. Þá hefur tilfellum einnig fjölgað í Svíþjóð, Bandaríkjunum og Ástralíu. „Ef maður skoðar lengra aftur í tímann tíu, tuttugu eða þrjátíu ár til baka þegar við vorum að byrja sem ofnæmislæknar urðum við næstum aldrei varir við kjötofnæmi,“ segir Peter. Ofnæmi fyrir rauðu kjöti greindist nýlega hjá íslensku barni undir tveggja ára aldri. Barnið fékk bráðaofnæmi eftir að hafa borðað kjöt og endaði á spítala. Þetta er eitt fyrsta tilfelli kjötofnæmis sem greinist hér á landi. Þegar talað er um rautt kjöt er til að mynda átt við lamba-, nauta-, hrossa-, svína- og hreindýrakjöt. Um er að ræða ofnæmi fyrir kjötinu sjálfu en ýmsar kenningar eru uppi um ástæðu þess. Þannig segir Peter að mögulega séu tengsl á milli skógarmítils og kjötofnæmis. Fólk sem fengið hafi kjötofnæmi hafi í einhverjum tilfellum verið bitið af skógarmítli sem hugsanlega hafi vakið upp ofnæmið. Þetta er þó líklega ekki ástæðan fyrir ofnæminu hjá íslenska barninu. Peter segir lækna stundum ekki ná að greina ofnæmið þar sem það geti í sumum tilfellum tekið tíma fyrir einkennin að koma fram. „Það er mjög algengt að læknirinn greini þetta ekki, meðal annars af því að sjúklingurinn tekur ekki eftir þessu. Þegar annað ofnæmi á í hlut koma einkennin oft fram rétt eftir að fólk hefur borðað eða kannski að hálftíma liðnum. Hins vegar koma viðbrögð við þessu ofnæmi kannski fram eftir fjórar tíma og þá tengir sjúklingurinn ef til vill ekki viðbrögðin við það að hann borðaði kjöt. Þegar gerð er staðalgreining á ofnæmi er ekki prófað fyrir ofnæmi gegn kjöti því fólk telur að það sé svo sjaldgæft og því algengara að prófað sé fyrir eggja-, fisk- og hnetuofnæmi. Þess vegna hafa margir sjúklingar verið rannsakaðir einu sinni, tvisvar eða þrisvar hjá lækni án þess að prófað sé fyrir kjötofnæmi. Það er aðeins þegar gert er sérstakt ofnæmispróf sem það uppgötvast,“ segir Peter.
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Sjá meira