Enski boltinn

Neituðu beiðni Rooney um félagaskipti

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/Getty
Wayne Rooney lagði fram beiðni um félagaskipti frá Manchester United fyrir tveimur vikum. BBC greinir frá þessu.

Beiðni enska landsliðsframherjans var hafnað af Sir Alex Ferguson og hafa forráðamenn United sagt að Rooney sé ekki til sölu. Þetta er í annað skiptið á tveimur árum sem Rooney óskar eftir því að yfirgefa Old Trafford.

David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, er talinn líklegastur til þess að taka við starfi Sir Alex Ferguson. Þá kæmi upp áhugaverð staða enda lék Rooney á sínum tíma undir stjórn Moyes hjá Everton.

Rooney fór hins vegar ekki hlýjum orðum um Skotann í ævisögu sinni. Svo fór að Rooney bað Moyes opinberlega afsökunar á ummælum sínum.

Bill Kenwright, stjórnarformaður Everton, segir ekkert frágengið varðandi það hvort Moyes taki við United. Moyes taki þá ákvörðun sjálfur en samningur hans við Everton rennur út í sumar.


Tengdar fréttir

Hárblásarinn hans Sir Alex fær alla forsíðu The Sun á morgun

The Sun fjallar eins og aðrir fjölmiðlar í heiminum ítarlega um þá ákvörðun Sir Alex Ferguson að hætta sem knattspyrnustjóri Manchester United eftir þetta tímabil. Það er hinsvegar óhætt að segja að forsíða The Sun á morgun skeri sig úr.

Gullkorn úr smiðju Sir Alex

Sir Alex Ferguson hefur verið óhræddur við að segja blaðamönnum skoðun sína í gegnum árin. Mörg gullkornin hafa fallið og margir fengið að heyra það.

Grét fyrir framan leikmennina

Það kom mörgum í opna skjöldu þegar Sir Alex Ferguson tilkynnti í morgun að hann myndi hætta að þjálfa liðið í lok tímabilsins.

Skiluðu seðlaveskinu til Sir Alex

"Það var fallega gert hjá konunni í búðinni að treysta okkur fyrir því að skila veskinu," segir Gunnlaugur Jónsson.

Sir Alex kveður United

Manchester United hefur staðfest að knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson muni láta af störfum í lok leiktíðar eftir 26 ára starf hjá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×