Handbolti

EM í dag: Einn ótrúlegasti sólar­hringur í sögu ís­lenskra í­þrótta

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Henry Birgir og Valur Páll í banastuði eftir leik.
Henry Birgir og Valur Páll í banastuði eftir leik.

Fyrir sólarhring síðan var heimurinn hruninn. Ísland búið að klúðra dauðafæri á að komast í undanúrslit á EM og allt gjörsamlega ómögulegt.

Í gærkvöldi stigu Ungverjar, af öllum mönnum, upp og sáu til þess að strákarnir okkar fengu annað tækifæri. Það kom aldrei til greina en að nýta það tækifæri í botn.

Strákarnir okkar spóluðu yfir Slóvena í dag. Unnu stórsigur og tryggðu sér sæti í undanúrslitum á EM í fyrsta sinn í sextán ár. Það er langur tími.

EM í dag í gær var líklega sá þunglyndasti frá upphafi en það er örlítið meiri gleði í þætti dagsins. Hann má sjá hér að neðan.

Klippa: EM í dag, 28. janúar: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta



Fleiri fréttir

Sjá meira


×