Meintur banamaður neitar að tjá sig um sakarefnið Helga Arnardóttir skrifar 9. maí 2013 18:39 Maðurinn sætir nú gæsluvarðhaldi á Litla Hrauni. Mynd/ E. Ól. Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið tæplega sextugum karlmanni að bana á Egilsstöðum í vikunni neitar að tjá sig um sakarefnið og verður því ekki yfirheyrður aftur fyrr en gagnaöflun og rannsókn lögreglu er lokið. Krufning hefur leitt í ljós að hinum látna blæddi út af völdum áverka sem hann hlaut. Lögreglurannsókn hefur staðið yfir allt frá því á þriðjudagsmorgun þegar tilkynnt var til lögreglu að karlmaður hefði fundist látinn á svölum íbúðar sinnar að Blómvangi á Egilsstöðum. Hinn látni var 59 ára og hét Karl Jónsson. 24 ára karlmaður og nágranni hins látna var handtekinn sama morgun grunaður um verknaðinn en hann var þá staddur í íbúð sinni í sama húsi ásamt 22 ára barnsmóður og átta mánaða gömlu barni. Lögreglan á Eskifirði fer með rannsókn málsins en rætt hefur verið við allflesta íbúa í húsinu þar sem verknaðurinn átti sér stað. Vettvangsrannsókn er lokið og er unnið að því að greina öll sönnunargögn. Hinn grunaði hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald og fluttur til Reykjavíkur þar sem hann dvelur á Litla hrauni. Hann hefur kosið að tjá sig ekki um sakarefnið en hefur hvorki játað né neitað sök. „Þegar við höfum greint þessi gögn, farið yfir alla hluti og sett þetta allt saman þá munum við ræða við hann. Ef hann sjálfur kýs að ræða við okkur fyrir þann tíma mun hann gera vart við sig," segir Jónas Wilhelmsson Jensen yfirlögregluþjónn. Hann hefur því ekki verið yfirheyrður formlega fyrir utan skýrslutöku lögreglu áður en hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald. Krufningu hins látna er lokið og þykir ljóst að honum hafi blætt út vegna áverka sem hann hlaut. Fréttablaðið greinir frá því samkvæmt sínum heimildum að stór eldhúshnífur hafi fundist á morðvettvangi, hinn látni hafi verið með marga áverka, blóð hafi verið út um allt á vettvangi og ljóst hafi verið að árásin hafi verið ofsafengin en Jónas getur ekki staðfest þær fregnir. Hann segir að flest bendi til að hinn grunaði hafi orðið Karli Jónssyni að bana. Ekki sé ástæða til að ætla að annar hafi komið að málinu. Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Fleiri fréttir Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Sjá meira
Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið tæplega sextugum karlmanni að bana á Egilsstöðum í vikunni neitar að tjá sig um sakarefnið og verður því ekki yfirheyrður aftur fyrr en gagnaöflun og rannsókn lögreglu er lokið. Krufning hefur leitt í ljós að hinum látna blæddi út af völdum áverka sem hann hlaut. Lögreglurannsókn hefur staðið yfir allt frá því á þriðjudagsmorgun þegar tilkynnt var til lögreglu að karlmaður hefði fundist látinn á svölum íbúðar sinnar að Blómvangi á Egilsstöðum. Hinn látni var 59 ára og hét Karl Jónsson. 24 ára karlmaður og nágranni hins látna var handtekinn sama morgun grunaður um verknaðinn en hann var þá staddur í íbúð sinni í sama húsi ásamt 22 ára barnsmóður og átta mánaða gömlu barni. Lögreglan á Eskifirði fer með rannsókn málsins en rætt hefur verið við allflesta íbúa í húsinu þar sem verknaðurinn átti sér stað. Vettvangsrannsókn er lokið og er unnið að því að greina öll sönnunargögn. Hinn grunaði hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald og fluttur til Reykjavíkur þar sem hann dvelur á Litla hrauni. Hann hefur kosið að tjá sig ekki um sakarefnið en hefur hvorki játað né neitað sök. „Þegar við höfum greint þessi gögn, farið yfir alla hluti og sett þetta allt saman þá munum við ræða við hann. Ef hann sjálfur kýs að ræða við okkur fyrir þann tíma mun hann gera vart við sig," segir Jónas Wilhelmsson Jensen yfirlögregluþjónn. Hann hefur því ekki verið yfirheyrður formlega fyrir utan skýrslutöku lögreglu áður en hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald. Krufningu hins látna er lokið og þykir ljóst að honum hafi blætt út vegna áverka sem hann hlaut. Fréttablaðið greinir frá því samkvæmt sínum heimildum að stór eldhúshnífur hafi fundist á morðvettvangi, hinn látni hafi verið með marga áverka, blóð hafi verið út um allt á vettvangi og ljóst hafi verið að árásin hafi verið ofsafengin en Jónas getur ekki staðfest þær fregnir. Hann segir að flest bendi til að hinn grunaði hafi orðið Karli Jónssyni að bana. Ekki sé ástæða til að ætla að annar hafi komið að málinu.
Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Fleiri fréttir Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Sjá meira