„Djassgeggjarinn getur verið heima hjá sér“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 16. apríl 2013 16:10 Mynd úr safni. „Þetta eru fimm metrar í hillu,“ segir Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni, um fyrirhugaða rýmingarsölu á vínilplötum hans. „Ég hef aldrei talið þetta, örugglega fullur bás í Kolaportinu en þetta er ekkert stærsta plötusafn á Íslandi.“ Gunnar ætlar að selja megnið af safni sínu í Kolaportinu laugardaginn 27. apríl, en það er dagurinn sem Íslendingar ganga til Alþingiskosninga. „Ég er með þetta uppi í hillu en staðreyndin er sú að þó maður geti teygt sig í þetta þá er auðveldara að spila þetta af netinu. Það er því enginn tilgangur með því að eiga þetta, nema auðvitað tilfinningalegur, sem ég er að reyna að skera á.“ Ekki eru mörg ár síðan Gunnar seldi geisladiskasafnið sitt, og þá hugðist hann skipta alfarið yfir í vínýl. „Já já, þetta gengur fram og til baka. Ég er ekki að segja að ég eigi ekki eftir að koma mér upp öðru vínylsafni einhvern tímann. Ég seldi geisladiskana samt á hárréttum tíma. Ég hefði aldrei getað selt þá í dag, þeir eru bara orðnir verðlausir eins og VHS-spólur.“ Gunnar ætlar þó að halda plötum Bítlanna og hljómsveitarinnar XTC, en hann hefur sérstakt dálæti á þeim. „Það eru hvort eð er ekkert merkilegar útgáfur, en síðan ætla ég líka að halda eftir tveggja metra safni af tónlist frá Eyjaálfu. Það hefur gengið á milli mín og Arnars Eggerts (Thoroddsen, tónlistarblaðamanns á Morgunblaðinu) í mörg ár.“ Gunnar segir að ekki sé mikið um „einhverja rosalega gimsteina“ í safninu sem hann ætlar að selja, en þó sé eitthvað af fágætu íslensku efni. „Þetta er frá ABBA og niður í eitthvað sem byrjar á Z. Auðvitað mikið frá mótunarárum mínum í pönki og nýbylgju. Þetta er allskonar dót en djassgeggjarinn getur verið heima hjá sér. Eða nei nei, hann getur svo sem komið. Ég held það sé ein djassplata hérna.“ Tónlist Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Blautir búkar og pylsupartí Menning Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Þetta eru fimm metrar í hillu,“ segir Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni, um fyrirhugaða rýmingarsölu á vínilplötum hans. „Ég hef aldrei talið þetta, örugglega fullur bás í Kolaportinu en þetta er ekkert stærsta plötusafn á Íslandi.“ Gunnar ætlar að selja megnið af safni sínu í Kolaportinu laugardaginn 27. apríl, en það er dagurinn sem Íslendingar ganga til Alþingiskosninga. „Ég er með þetta uppi í hillu en staðreyndin er sú að þó maður geti teygt sig í þetta þá er auðveldara að spila þetta af netinu. Það er því enginn tilgangur með því að eiga þetta, nema auðvitað tilfinningalegur, sem ég er að reyna að skera á.“ Ekki eru mörg ár síðan Gunnar seldi geisladiskasafnið sitt, og þá hugðist hann skipta alfarið yfir í vínýl. „Já já, þetta gengur fram og til baka. Ég er ekki að segja að ég eigi ekki eftir að koma mér upp öðru vínylsafni einhvern tímann. Ég seldi geisladiskana samt á hárréttum tíma. Ég hefði aldrei getað selt þá í dag, þeir eru bara orðnir verðlausir eins og VHS-spólur.“ Gunnar ætlar þó að halda plötum Bítlanna og hljómsveitarinnar XTC, en hann hefur sérstakt dálæti á þeim. „Það eru hvort eð er ekkert merkilegar útgáfur, en síðan ætla ég líka að halda eftir tveggja metra safni af tónlist frá Eyjaálfu. Það hefur gengið á milli mín og Arnars Eggerts (Thoroddsen, tónlistarblaðamanns á Morgunblaðinu) í mörg ár.“ Gunnar segir að ekki sé mikið um „einhverja rosalega gimsteina“ í safninu sem hann ætlar að selja, en þó sé eitthvað af fágætu íslensku efni. „Þetta er frá ABBA og niður í eitthvað sem byrjar á Z. Auðvitað mikið frá mótunarárum mínum í pönki og nýbylgju. Þetta er allskonar dót en djassgeggjarinn getur verið heima hjá sér. Eða nei nei, hann getur svo sem komið. Ég held það sé ein djassplata hérna.“
Tónlist Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Blautir búkar og pylsupartí Menning Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp