Lífið

Game of Thrones-stjarna á kúpunni

Leikkonan Lena Headey leikur drottninguna Cersei í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones en glímir við peningavandræði í einkalífinu.

Lena skildi við eiginmann sinn Peter Loughran í fyrra og deila þau nú um hvernig eigi að skipta sameiginlegum fjárhag þeirra sem telur 46 þúsund dollara, rúmlega fimm og hálfa milljón króna.

Staurblönk.
Peter vill fá helminginn en Lena vill fá sex þúsund dollara fyrirfram til að framfleyta sér og tveggja ára gömlum syni þeirra. Segist hún eiga minna en fimm dollara á bankareikningi sínum, litlar sex hundruð krónur.

Cersei hefur þurft að þola margt.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×