Glamúrfyrirsætan Holly Madison situr fyrir með dóttur sinni Rainbow Aurora í nýjasta hefti tímaritsins In Touch. Myndin af þeim mæðgum var tekin aðeins sjö dögum eftir fæðingu hnátunnar.
"Bara að halda á henni er svo gaman. Fæðingin var meira að segja auðveld – ég hló á meðan ég rembdist," segir Holly sem á Rainbow með kærasta sínum Pasquale Rotella.
Sæt á meðgöngunni."Ég fékk mænurótardeyfingu þannig að þetta var gaman. Hún gerði þetta afar auðvelt."