Tökur á stórmynd Baltasars hefjast í sumar - „Nenni ekki að hafa vælandi Breta uppi á jökli“ Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 22. febrúar 2013 21:04 Gríðarleg umsvif munu fylgja kvikmyndinni Everest í leikstjórn Baltasars Kormáks, sem til stendur að taka hér á landi að stærstum hluta í sumar. Velta verkefnisins slagar í heildarveltu allrar kvikmyndagerðar hér á landi í fyrra, sem þó var algjört metár. Myndin Everest verður líklegast tekin upp í þrívídd og fjallar um afdrífaríkan dag á hæsta fjalli heims árið 1996 þar sem átta fjallamenn biðu bana. Viðræður eru nú í gangi við stórleikarann Christian Bale að hann taki að sér eitt aðalhlutverkanna. Myndin kostar allt að tíu milljarða króna í framleiðslu og hún verður að mestu leiti tekin hér á landi. „Ég reyndar setti það sem skilyrði. Það hefði verið auðvelt að taka myndina í Nýja-sjálandi eða Alaska en ég setti það sem skilyrði að ef ég ætti að koma að gerð kvikmyndarinnar þá yrði hún gerð hérna," segir Baltasar „Og það er búið að samþykkja það." „Hugsanlega verða 80 til 90 prósent myndarinnar tekið hér á landi, bæði á jöklinum og í stúdíói hérna í Reykjavík sem er nú yfirleitt ekki gert með þessar stóru myndir." Baltasar segir að gert sé ráð fyrir þremur mánuðum í tökur hér á landi og öðru eins í undirbúning. „Myndin kostar 60 til 80 milljónir dollara. Meirihlutinn af því mun koma hingað inn í hagkerfið." Það er því ljóst að verkefnið mun skapa íslensku kvikmyndagerðarfólki mikla atvinnu. „Já, mjög mikil atvinna. Ég hef lagt mikla áherslu á að vera með íslendinga að mestu en auðvitað fæ ég sérfræðinga í hinu og þessu til að vera með okkur. Annars ætla ég að vera með íslendinga í vinnu, einfaldlega vegna þess að ég nenni ekki að vera með einhverja vælandi Breta upp á jökli," segir Baltasar. Að sögn Hilmars Sigurðssonar formanns sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda var heildarveltan í kvikmyndagerð hér á landi í fyrra um ellefu milljarðar króna, og þá var um algjört metár að ræða enda mörg erlend kvikmyndaverkefni tekin upp hér á landi síðasta sumar. Gangi allt eftir er því ljóst að verkefni Baltasars slagar hátt í heildarveltuna í fyrra. Baltasar segir að ekki sé búið að ákveða frumsýningardag en að á síðasta fundi sem hann átti með dreifingaraðilanum Universal Studiós hafi verið miðað við október 2014. „Hún verður hugsanlega sýnd í október 2014, sem er frábær tími, svona þegar óskarsmyndirnar eru að koma út," segir Baltasar að lokum. Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Sjá meira
Gríðarleg umsvif munu fylgja kvikmyndinni Everest í leikstjórn Baltasars Kormáks, sem til stendur að taka hér á landi að stærstum hluta í sumar. Velta verkefnisins slagar í heildarveltu allrar kvikmyndagerðar hér á landi í fyrra, sem þó var algjört metár. Myndin Everest verður líklegast tekin upp í þrívídd og fjallar um afdrífaríkan dag á hæsta fjalli heims árið 1996 þar sem átta fjallamenn biðu bana. Viðræður eru nú í gangi við stórleikarann Christian Bale að hann taki að sér eitt aðalhlutverkanna. Myndin kostar allt að tíu milljarða króna í framleiðslu og hún verður að mestu leiti tekin hér á landi. „Ég reyndar setti það sem skilyrði. Það hefði verið auðvelt að taka myndina í Nýja-sjálandi eða Alaska en ég setti það sem skilyrði að ef ég ætti að koma að gerð kvikmyndarinnar þá yrði hún gerð hérna," segir Baltasar „Og það er búið að samþykkja það." „Hugsanlega verða 80 til 90 prósent myndarinnar tekið hér á landi, bæði á jöklinum og í stúdíói hérna í Reykjavík sem er nú yfirleitt ekki gert með þessar stóru myndir." Baltasar segir að gert sé ráð fyrir þremur mánuðum í tökur hér á landi og öðru eins í undirbúning. „Myndin kostar 60 til 80 milljónir dollara. Meirihlutinn af því mun koma hingað inn í hagkerfið." Það er því ljóst að verkefnið mun skapa íslensku kvikmyndagerðarfólki mikla atvinnu. „Já, mjög mikil atvinna. Ég hef lagt mikla áherslu á að vera með íslendinga að mestu en auðvitað fæ ég sérfræðinga í hinu og þessu til að vera með okkur. Annars ætla ég að vera með íslendinga í vinnu, einfaldlega vegna þess að ég nenni ekki að vera með einhverja vælandi Breta upp á jökli," segir Baltasar. Að sögn Hilmars Sigurðssonar formanns sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda var heildarveltan í kvikmyndagerð hér á landi í fyrra um ellefu milljarðar króna, og þá var um algjört metár að ræða enda mörg erlend kvikmyndaverkefni tekin upp hér á landi síðasta sumar. Gangi allt eftir er því ljóst að verkefni Baltasars slagar hátt í heildarveltuna í fyrra. Baltasar segir að ekki sé búið að ákveða frumsýningardag en að á síðasta fundi sem hann átti með dreifingaraðilanum Universal Studiós hafi verið miðað við október 2014. „Hún verður hugsanlega sýnd í október 2014, sem er frábær tími, svona þegar óskarsmyndirnar eru að koma út," segir Baltasar að lokum.
Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Sjá meira