Sport

Patrick á ráspól fyrir Daytona 500

Danica Patrick.
Danica Patrick.
Einn vinsælasti íþróttamaður Bandaríkjanna, kappaksturskonan Danica Patrick, gerði sér lítið fyrir um helgina og nældi í ráspól fyrir Daytona 500-kappaksturinn.

Patrick hefur náð frábærum árangri í þessu karlasporti en þetta er talið hennar mesta afrek til þessa.

"Mér líður best undir pressu og í sviðsljósinu. Þá keyri ég betur og næ betri árangri," sagði Patrick við fjölmiðlamenn.

"Ég hef trú á því sem ég er að gera og legg mikið á mig. Ég gef alltaf allt sem ég á."

Patrick er eina konan sem hefur náð því að leiða í Indianapolis 500-kappakstrinum. Hún náði þriðja sæti í þeirri keppni árið 2009. Hún varð fyrsta konan til að vinna mót í Indy-kappakstri árið 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×