Svikarinn segir Dr. Phil að hann elski Te'o 31. janúar 2013 16:00 Manti Te'o. Heitasta fréttamálið í Bandaríkjunum snýr að ruðningsleikmanninum hjá Notre Dame, Manti Te'o. Hann var plataður skelfilega af vini sínum á netinu og taldi sig eiga í sambandi við stúlku í gegnum internetið. Það sem Te'o vissi ekki var að vinur hans, Ronaiah Tuiasosopo, stóð á bak við málið. Hann setti sig í samband við Te'o á netinu á fölskum forsendum. Kom fram sem stúlka og notaði mynd í leyfisleysi af stúlku sem kom málinu ekkert við. Tuiasosopo ræddi svo margoft við Te'o í síma. Náði hann að breyta rödd sinni þannig að Te'o trúði því að hann væri að tala við stúlku. Þetta netsamband fór svo á mikið flug. Einhverra hluta vegna fór Te'o að tala um hana sem kærustuna sína í fjölmiðlum. Hann hafði samt aldrei hitt hana. Te'o fékk svo samúð þjóðarinnar er hann greindi frá því að amma hans og kærasta hefðu dáið með nokkurra klukkutíma millibili. Hann spilaði leik sama dag þrátt fyrir áfallið og stóð sig vel. Var mikið gert úr þeirri hetjudáð. Síðar kom svo í ljós að þetta var allt eitt heljarinnar svindl. Te'o sver af sér allir sakir í málinu. Segist hafa verið tekinn í bólinu og að málið sé allt hið neyðarlegasta fyrir sig. Ekki trúa þó allir því að hann sé svona saklaus en engu að síður er málið ákaflega neyðarlegt fyrir hann. Nú hefur Tuiasosopo stigið fram í viðtali við sjónvarpssálfræðinginn fræga, Dr. Phil, og lýst því yfir að hann væri ástfanginn af Te'o. Hann viðurkenndi síðan að vera samkynhneigður. Þetta mál er allt hið ævintýralegasta en hér að neðan má sjá smá innslag um þáttinn hjá Dr. Phil sem verður sýndur í kvöld vestanhafs. Erlendar Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira
Heitasta fréttamálið í Bandaríkjunum snýr að ruðningsleikmanninum hjá Notre Dame, Manti Te'o. Hann var plataður skelfilega af vini sínum á netinu og taldi sig eiga í sambandi við stúlku í gegnum internetið. Það sem Te'o vissi ekki var að vinur hans, Ronaiah Tuiasosopo, stóð á bak við málið. Hann setti sig í samband við Te'o á netinu á fölskum forsendum. Kom fram sem stúlka og notaði mynd í leyfisleysi af stúlku sem kom málinu ekkert við. Tuiasosopo ræddi svo margoft við Te'o í síma. Náði hann að breyta rödd sinni þannig að Te'o trúði því að hann væri að tala við stúlku. Þetta netsamband fór svo á mikið flug. Einhverra hluta vegna fór Te'o að tala um hana sem kærustuna sína í fjölmiðlum. Hann hafði samt aldrei hitt hana. Te'o fékk svo samúð þjóðarinnar er hann greindi frá því að amma hans og kærasta hefðu dáið með nokkurra klukkutíma millibili. Hann spilaði leik sama dag þrátt fyrir áfallið og stóð sig vel. Var mikið gert úr þeirri hetjudáð. Síðar kom svo í ljós að þetta var allt eitt heljarinnar svindl. Te'o sver af sér allir sakir í málinu. Segist hafa verið tekinn í bólinu og að málið sé allt hið neyðarlegasta fyrir sig. Ekki trúa þó allir því að hann sé svona saklaus en engu að síður er málið ákaflega neyðarlegt fyrir hann. Nú hefur Tuiasosopo stigið fram í viðtali við sjónvarpssálfræðinginn fræga, Dr. Phil, og lýst því yfir að hann væri ástfanginn af Te'o. Hann viðurkenndi síðan að vera samkynhneigður. Þetta mál er allt hið ævintýralegasta en hér að neðan má sjá smá innslag um þáttinn hjá Dr. Phil sem verður sýndur í kvöld vestanhafs.
Erlendar Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira