Svikarinn segir Dr. Phil að hann elski Te'o 31. janúar 2013 16:00 Manti Te'o. Heitasta fréttamálið í Bandaríkjunum snýr að ruðningsleikmanninum hjá Notre Dame, Manti Te'o. Hann var plataður skelfilega af vini sínum á netinu og taldi sig eiga í sambandi við stúlku í gegnum internetið. Það sem Te'o vissi ekki var að vinur hans, Ronaiah Tuiasosopo, stóð á bak við málið. Hann setti sig í samband við Te'o á netinu á fölskum forsendum. Kom fram sem stúlka og notaði mynd í leyfisleysi af stúlku sem kom málinu ekkert við. Tuiasosopo ræddi svo margoft við Te'o í síma. Náði hann að breyta rödd sinni þannig að Te'o trúði því að hann væri að tala við stúlku. Þetta netsamband fór svo á mikið flug. Einhverra hluta vegna fór Te'o að tala um hana sem kærustuna sína í fjölmiðlum. Hann hafði samt aldrei hitt hana. Te'o fékk svo samúð þjóðarinnar er hann greindi frá því að amma hans og kærasta hefðu dáið með nokkurra klukkutíma millibili. Hann spilaði leik sama dag þrátt fyrir áfallið og stóð sig vel. Var mikið gert úr þeirri hetjudáð. Síðar kom svo í ljós að þetta var allt eitt heljarinnar svindl. Te'o sver af sér allir sakir í málinu. Segist hafa verið tekinn í bólinu og að málið sé allt hið neyðarlegasta fyrir sig. Ekki trúa þó allir því að hann sé svona saklaus en engu að síður er málið ákaflega neyðarlegt fyrir hann. Nú hefur Tuiasosopo stigið fram í viðtali við sjónvarpssálfræðinginn fræga, Dr. Phil, og lýst því yfir að hann væri ástfanginn af Te'o. Hann viðurkenndi síðan að vera samkynhneigður. Þetta mál er allt hið ævintýralegasta en hér að neðan má sjá smá innslag um þáttinn hjá Dr. Phil sem verður sýndur í kvöld vestanhafs. Erlendar Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira
Heitasta fréttamálið í Bandaríkjunum snýr að ruðningsleikmanninum hjá Notre Dame, Manti Te'o. Hann var plataður skelfilega af vini sínum á netinu og taldi sig eiga í sambandi við stúlku í gegnum internetið. Það sem Te'o vissi ekki var að vinur hans, Ronaiah Tuiasosopo, stóð á bak við málið. Hann setti sig í samband við Te'o á netinu á fölskum forsendum. Kom fram sem stúlka og notaði mynd í leyfisleysi af stúlku sem kom málinu ekkert við. Tuiasosopo ræddi svo margoft við Te'o í síma. Náði hann að breyta rödd sinni þannig að Te'o trúði því að hann væri að tala við stúlku. Þetta netsamband fór svo á mikið flug. Einhverra hluta vegna fór Te'o að tala um hana sem kærustuna sína í fjölmiðlum. Hann hafði samt aldrei hitt hana. Te'o fékk svo samúð þjóðarinnar er hann greindi frá því að amma hans og kærasta hefðu dáið með nokkurra klukkutíma millibili. Hann spilaði leik sama dag þrátt fyrir áfallið og stóð sig vel. Var mikið gert úr þeirri hetjudáð. Síðar kom svo í ljós að þetta var allt eitt heljarinnar svindl. Te'o sver af sér allir sakir í málinu. Segist hafa verið tekinn í bólinu og að málið sé allt hið neyðarlegasta fyrir sig. Ekki trúa þó allir því að hann sé svona saklaus en engu að síður er málið ákaflega neyðarlegt fyrir hann. Nú hefur Tuiasosopo stigið fram í viðtali við sjónvarpssálfræðinginn fræga, Dr. Phil, og lýst því yfir að hann væri ástfanginn af Te'o. Hann viðurkenndi síðan að vera samkynhneigður. Þetta mál er allt hið ævintýralegasta en hér að neðan má sjá smá innslag um þáttinn hjá Dr. Phil sem verður sýndur í kvöld vestanhafs.
Erlendar Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira