Innlent

Grunaðir um 19 innbrot á höfuðborgarsvæðinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mennirnir eru nú í síbrotagæslu.
Mennirnir eru nú í síbrotagæslu. Sviðsett mynd/ Getty.
Tveir karlmenn af erlendu bergi brotnu hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan fimmta janúar síðastliðinn, grunaðir um nítján innbrot víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu 17. desember fram til 4. janúar. Rannsókn málsins er að ljúka en mennirnir eru nú í síbrotagæslu. Innbrotin voru öll í heimahúsum. Hluti þýfis, sem mennirnir höfðu með sér úr innbrotunum, mun hafa fundist í fórum mannanna. Lögreglan gerir ráð fyrir að send verði út tilkynning um málið á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×