Sport

Armstrong sagður hafa játað ólöglega lyfjanotkun

Íþróttaheimurinn bíður með öndina í hálsinum eftir viðtali Oprah Winfrey við hjólreiðakappann fyrrverandi, Lance Armstrong. Viðtalið verður sýnt á fimmtudag en var tekið upp í gær.

Samkvæmt heimildum AP-fréttastofunnar og fleiri þá mun Armstrong viðurkenna í fyrsta skipti hjá Winfrey að hann hafi notað ólögleg lyf til þess að ná árangri.

Þrátt fyrir að vera búinn að missa alla sjö Tour de France-titla sína hefur Armstrong aldrei viðurkennt notkun ólöglegra lyfja. Hann hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu.

Oprah greindi frá því á Twitter-síðu sinni að viðtalið væri tveggja og hálfs tíma langt og hún bætti við að Armstrong hefði mætt tilbúinn í viðtalið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×