Sport

Hjólreiðar gætu horfið af Ólympíuleikunum

Armstrong er hér í viðtalinu hjá Oprah. Athygli vekur að þau nota bæði rör í vatnsglasið sitt.
Armstrong er hér í viðtalinu hjá Oprah. Athygli vekur að þau nota bæði rör í vatnsglasið sitt.
Allt lyfjahneykslið í kringum Lance Armstrong gæti leitt til þess að hjólreiðar verði ekki lengur Ólympíþrótt. Á föstudag birtir Oprah Winfrey viðtal sitt við Armstrong þar sem hann viðurkennir loks lyfjanotkun.

Viðtalið er reyndar tveir og hálfur klukkutími og verður því sýnt í tveimur hlutum.

Ef Armstrong staðfestir í viðtalinu að alþjóða hjólreiðasambandið hafi á einhvern hátt tekið þátt í svindlinu geta hjólreiðamenn líklega kysst Ólympíuleikana bless.

Dick Pund, sem eitt sinn var yfir alþjóða lyfjasambandinu, segir að lengi hafi verið óánægja með hversu illa hjólreiðasambandið tekur á lyfjamálum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×