Grét og hló þegar hún kom á Suðurpólinn Hugrún J. Halldórsdóttir skrifar 18. janúar 2013 12:40 Vilborg Arna Gissurardóttir á göngunni. Vilborg Arna Gissurardóttir grét bæði og hló þegar hún sá Suðurpólinn í gærkvöldi eftir að hafa verið ein á göngu í um tvo mánuði. Hún verður sótt á pólinn í dag ef veður leyfir en kemur líklega ekki heim fyrr en eftir rúma viku. Vilborg lauk göngunni um ellefuleytið í gærkvöldi að íslenskum tíma en þá hafði hún lagt um 1140 kílómetra að baki. „Maður sér pólinn í töluverði fjarlægð áður en maður kemur að honum og maður fer að hugsa á síðustu metrunum, kólómetrunum. Þá er maður að fara yfir ferðina þannig að til skiptis þá brosir maður og svo koma tárin inn á milli og svo nær maður áfangastað og þá er í raun og veru bara vinna við að koma tjaldbúðum upp og þess háttar. En maður er alveg gríðarlega glaður í hjartanu. Í gær þegar ég skíðaði út að fánaborginni þá kemur sérstök tilfinning í hjartað," segir Vilborg. Vilborg er fyrsti Íslendingurinn sem gengur einn síns liðs á Suðurpólinn en hún hafði mikla ánægju af að hitta og spjalla við fólk á áfangastað. „Ég er búin að vera úti í um 60 daga og hef hitt eina manneskju á leiðinni þannig að það er ótrúleg gaman og gott að vera komin í samfélag við fleira fólk," segir hún. Hún segist vera við góða heilsu þrátt fyrir að það hafi skipst á skin og skúrir á göngunni. „Ef það verður veður í dag þá verð ég sótt á pólinn og þá mun ég dvelja í búðum ALE væntanlega til 22. janúar, þá er næsta flug af suðurskautinu. Þá á ég flug nokkrum dögum seinna til Chile og verð væntanlega komin 26. eða 27. heim til Íslands," bætir hún við. Forseti Íslands sendi Vilborgu heillaóskir í morgun og var hún snortin þegar fréttamaður las fyrir hana orðsendinguna. „Vá æðislegt, frábært. Þetta yljar manni um hjartarætur," segir hún. Vilborgar Örnu gekk á Pólinn í þágu Lífs styrktarfélags Kvennadeildar Landspítalans og er hægt að heita á hana í síma 908 1515 eða með frjálsum framlögum á lifsspor.is. Nú þegar hafa rúmar sjö milljónir safnast. „Ég er rosalega stolt og mér finnst þetta bara æðislegt og ég vil þakka öllum kærlega fyrir að taka þátt," segir Vilborg Arna Gissurardóttir. Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira
Vilborg Arna Gissurardóttir grét bæði og hló þegar hún sá Suðurpólinn í gærkvöldi eftir að hafa verið ein á göngu í um tvo mánuði. Hún verður sótt á pólinn í dag ef veður leyfir en kemur líklega ekki heim fyrr en eftir rúma viku. Vilborg lauk göngunni um ellefuleytið í gærkvöldi að íslenskum tíma en þá hafði hún lagt um 1140 kílómetra að baki. „Maður sér pólinn í töluverði fjarlægð áður en maður kemur að honum og maður fer að hugsa á síðustu metrunum, kólómetrunum. Þá er maður að fara yfir ferðina þannig að til skiptis þá brosir maður og svo koma tárin inn á milli og svo nær maður áfangastað og þá er í raun og veru bara vinna við að koma tjaldbúðum upp og þess háttar. En maður er alveg gríðarlega glaður í hjartanu. Í gær þegar ég skíðaði út að fánaborginni þá kemur sérstök tilfinning í hjartað," segir Vilborg. Vilborg er fyrsti Íslendingurinn sem gengur einn síns liðs á Suðurpólinn en hún hafði mikla ánægju af að hitta og spjalla við fólk á áfangastað. „Ég er búin að vera úti í um 60 daga og hef hitt eina manneskju á leiðinni þannig að það er ótrúleg gaman og gott að vera komin í samfélag við fleira fólk," segir hún. Hún segist vera við góða heilsu þrátt fyrir að það hafi skipst á skin og skúrir á göngunni. „Ef það verður veður í dag þá verð ég sótt á pólinn og þá mun ég dvelja í búðum ALE væntanlega til 22. janúar, þá er næsta flug af suðurskautinu. Þá á ég flug nokkrum dögum seinna til Chile og verð væntanlega komin 26. eða 27. heim til Íslands," bætir hún við. Forseti Íslands sendi Vilborgu heillaóskir í morgun og var hún snortin þegar fréttamaður las fyrir hana orðsendinguna. „Vá æðislegt, frábært. Þetta yljar manni um hjartarætur," segir hún. Vilborgar Örnu gekk á Pólinn í þágu Lífs styrktarfélags Kvennadeildar Landspítalans og er hægt að heita á hana í síma 908 1515 eða með frjálsum framlögum á lifsspor.is. Nú þegar hafa rúmar sjö milljónir safnast. „Ég er rosalega stolt og mér finnst þetta bara æðislegt og ég vil þakka öllum kærlega fyrir að taka þátt," segir Vilborg Arna Gissurardóttir.
Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira