Þóra segir Guðríði fara með rangt mál Tinni Sveinsson skrifar 30. ágúst 2013 15:38 Þóra Tómasdóttir, ritstjóri Nýs lífs. Þóra Tómasdóttir, ritstjóri Nýs lífs, hefur sent frá sér athugasemdir við yfirlýsingu Guðríðar Jónsdóttur, sem birtist hér á Vísi fyrr í dag. Þóra vísar því á bug að annarleg sjónarmið hafi legið að baki birtingu viðtals við Guðnýju Rós Vilhjálmsdóttur í nýjasta tölublaði Nýs lífs. „Ég skil gagnrýni þína þannig, Guðríður, að blaðamennska mín væri að þínu mati siðlegri ef Guðný fengi ekki að segja sína hlið málsins og þið gætuð setið ein að túlkun atburðarins í fjölmiðlum. Guðný Rós hefur málfrelsi eins og aðrir og hefur fullan rétt til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri,“ segir Þóra meðal annars. „Guðríður segir mig ekki hafa haft samband við þau Egil fyrir útkomu blaðsins. Það er rangt. Ég hringdi í Egil fyrir útkomu blaðsins, sagði honum frá umfjölluninni og gaf honum kost á að koma með athugasemdir,“ segir hún ennfremur. Yfirlýsingu Þóru má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:Athugasemdir við yfirlýsingu Guðríðar Jónsdóttur, unnustu fjölmiðlamannsins Egils Einarssonar, sem birt var í fjölmiðlum fyrr í dag. Guðríður sakar mig um að stunda siðlausa blaðamennsku í umfjöllun minni í Nýju lífi sem kom út í gær. Í blaðinu lýsir Guðný Rós Vilhjálmsdóttir kynnum sínum af Guðríði og Agli kvöld eitt í nóvember fyrir tveimur árum og ástæðum þess að hún kærði þau í kjölfarið fyrir nauðgun. Auk þess skrifaði ég fimm blaðsíðna umfjöllun um atburðarásina. Guðríður segir mig skorta áhuga á þeirra hlið málsins. Það er rangt. Meginuppistaða þeirrar greinar eru yfirlýsingar sem Egill Einarsson hefur sent fjölmiðlum um málið. Þær eru ýmist birtar í heild sinni eða aðalatriðin dregin fram. Í umfjölluninni var því gerð grein fyrir hans hlið á málinu. Guðríður segir mig ekki hafa haft samband við þau Egil fyrir útkomu blaðsins. Það er rangt. Ég hringdi í Egil fyrir útkomu blaðsins, sagði honum frá umfjölluninni og gaf honum kost á að koma með athugasemdir. Undanfarin tvö ár hefur Egill ítrekað tjáð sig um málið í fjölmiðlum. Hann hefur sent frá sér fimm fréttatilkynningar og rætt það í forsíðuviðtali Monitors sem kemur út með Morgunblaðinu. Guðný Rós hefur hvergi tjáð sig um málið fyrr en nú í Nýju lífi. Ég skil gagnrýni þína þannig, Guðríður, að blaðamennska mín væri að þínu mati siðlegri ef Guðný fengi ekki að segja sína hlið málsins og þið gætuð setið ein að túlkun atburðarins í fjölmiðlum. Guðný Rós hefur málfrelsi eins og aðrir og hefur fullan rétt til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Ég hnaut um orðalag í yfirlýsingu þinni sem ég tel vekja áleitnar spurningar. Þú segir: „Hún grét ekki eða sýndi nein önnur merki um að líða illa fyrr en alveg undir lokin þegar hún ákvað skyndilega að fara ...“ Umfjöllun Nýs lífs um málið á fullt erindi við almenning og ég vísa því á bug að annarleg sjónarmið hafi legið þar að baki.Þóra Tómasdóttir,ritstjóri Nýs lífs. Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar Sjá meira
Þóra Tómasdóttir, ritstjóri Nýs lífs, hefur sent frá sér athugasemdir við yfirlýsingu Guðríðar Jónsdóttur, sem birtist hér á Vísi fyrr í dag. Þóra vísar því á bug að annarleg sjónarmið hafi legið að baki birtingu viðtals við Guðnýju Rós Vilhjálmsdóttur í nýjasta tölublaði Nýs lífs. „Ég skil gagnrýni þína þannig, Guðríður, að blaðamennska mín væri að þínu mati siðlegri ef Guðný fengi ekki að segja sína hlið málsins og þið gætuð setið ein að túlkun atburðarins í fjölmiðlum. Guðný Rós hefur málfrelsi eins og aðrir og hefur fullan rétt til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri,“ segir Þóra meðal annars. „Guðríður segir mig ekki hafa haft samband við þau Egil fyrir útkomu blaðsins. Það er rangt. Ég hringdi í Egil fyrir útkomu blaðsins, sagði honum frá umfjölluninni og gaf honum kost á að koma með athugasemdir,“ segir hún ennfremur. Yfirlýsingu Þóru má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:Athugasemdir við yfirlýsingu Guðríðar Jónsdóttur, unnustu fjölmiðlamannsins Egils Einarssonar, sem birt var í fjölmiðlum fyrr í dag. Guðríður sakar mig um að stunda siðlausa blaðamennsku í umfjöllun minni í Nýju lífi sem kom út í gær. Í blaðinu lýsir Guðný Rós Vilhjálmsdóttir kynnum sínum af Guðríði og Agli kvöld eitt í nóvember fyrir tveimur árum og ástæðum þess að hún kærði þau í kjölfarið fyrir nauðgun. Auk þess skrifaði ég fimm blaðsíðna umfjöllun um atburðarásina. Guðríður segir mig skorta áhuga á þeirra hlið málsins. Það er rangt. Meginuppistaða þeirrar greinar eru yfirlýsingar sem Egill Einarsson hefur sent fjölmiðlum um málið. Þær eru ýmist birtar í heild sinni eða aðalatriðin dregin fram. Í umfjölluninni var því gerð grein fyrir hans hlið á málinu. Guðríður segir mig ekki hafa haft samband við þau Egil fyrir útkomu blaðsins. Það er rangt. Ég hringdi í Egil fyrir útkomu blaðsins, sagði honum frá umfjölluninni og gaf honum kost á að koma með athugasemdir. Undanfarin tvö ár hefur Egill ítrekað tjáð sig um málið í fjölmiðlum. Hann hefur sent frá sér fimm fréttatilkynningar og rætt það í forsíðuviðtali Monitors sem kemur út með Morgunblaðinu. Guðný Rós hefur hvergi tjáð sig um málið fyrr en nú í Nýju lífi. Ég skil gagnrýni þína þannig, Guðríður, að blaðamennska mín væri að þínu mati siðlegri ef Guðný fengi ekki að segja sína hlið málsins og þið gætuð setið ein að túlkun atburðarins í fjölmiðlum. Guðný Rós hefur málfrelsi eins og aðrir og hefur fullan rétt til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Ég hnaut um orðalag í yfirlýsingu þinni sem ég tel vekja áleitnar spurningar. Þú segir: „Hún grét ekki eða sýndi nein önnur merki um að líða illa fyrr en alveg undir lokin þegar hún ákvað skyndilega að fara ...“ Umfjöllun Nýs lífs um málið á fullt erindi við almenning og ég vísa því á bug að annarleg sjónarmið hafi legið þar að baki.Þóra Tómasdóttir,ritstjóri Nýs lífs.
Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar Sjá meira