Matt Damon kom til landsins í dag en hann fer með eitt aðalhlutverka í myndinni Interstellar sem leikstýrð er af Christopher Nolan. Tökur á myndinni fara fram hér á landi við Kirkjubæjarklaustur og Svínafellsjökul.
Tökur á myndinni hafa staðið yfir síðustu daga og ganga vel samkvæmt heimildum Vísis. Anne Hathaway og Matthew McConaughey komu til landsins fyrr í þessari viku og nú hefur Damon bæst í þann hóp.
Nolan þekkir vel til á Íslandi en hann myndaði að hluta kvikmyndina Batman Begins á svipuðu slóðum fyrir nokkrum árum. Stjörnurnar munu víst taka íslenskum aðstæðum vel samkvæmt heimildarmanni Vísis. Gert er ráð fyrir að tökum ljúki í næstu viku.

