„Grafan sem hóf verkið hefur þegar unnið óbætanleg skemmdarverk á ósnortnu hrauninu. Þarna hefur einkar falleg hraunbrún verið tætt í sundur, jarðvegshaugur kominn yfir einn fyrsta matjurtagarð á Íslandi, gömul þjóðleið með hraunbrúninni rofin, hið áður vinalega umhverfi er gjörbreytt," segir meðal annars í tilkynningunni.
Velunnarar Gálgagrauns ætla þó ekki að gefast upp og efna til fánagöngu á sunnudaginn kemur um hraunið, klukkan 14. Komið verður fyrir fánum í fyrirhuguðu vegstæði og hvetja Hraunavinir þá sem vilja mæta að taka með sér íslenska fánann.


