Ekki var samið um lokun þriðju flugbrautarinnar Kristján Már Unnarsson skrifar 18. nóvember 2013 19:27 Forsætisráðherra: Er alfarið á móti því að loka þriðju flugbrautinni. mynd/365 Forsætisráðherra leggst alfarið gegn því að þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. Hann vill vinda ofan af samkomulagi sem Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra, gerði við Dag B. Eggertsson, formann borgarráðs, um að borgin fengi hluta flugvallarsvæðisins undir íbúðabyggð. Samkomulag sem undirritað var í Hörpu í lok síðasta mánaðar um flugvallarmálið hefur verið túlkað svo að minnstu flugbrautinni verði lokað um áramót og að Reykjavíkurborg geti byrjað að úthluta lóðum undir ný íbúðahverfi í Skerjafirði. „Nei, það er ekkert fjallað um það að loka þriðju flugbrautinni í þessu samkomulagi,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Ég tel það raunar mjög óráðlegt og er alfarið á móti því af ýmsum ástæðum,“ segir forsætisráðherra. Hann nefnir öryggismál, það sé ástæða fyrir að flugbrautirnar séu þrjár. „En það er líka mjög óheppileg stefna í alla staði að vera stöðugt að reyna að þrengja að flugvellinum, byggja alveg upp við hann allt í kring til að reyna að þrengja að honum.“ Forsætisráðherra segir að Katrín Júlíusdóttir, þáverandi fjármálaráðherra, og Dagur B. Eggertsson, formaður hafi í mars undirritað samkomulag um sölu á hluta vallarsvæðisins. Minnt hafi verið á það samkomulag í tengslum við undirritunina á dögunum. „En ég held að menn ættu að reyna að sameinast um það að vinda ofan af því og fá vonandi eftir næstu borgarstjórnarkosningar meirihluta sem er tilbúinn að gera þetta öðruvísi,“ segir Sigmundur. Fullyrt hefur verið að innanríkisráðherra og borgarstjóri hafi gert hliðarsamkomulag í síðasta mánuði um brotthvarf þriðju brautarinnar. Spurður hvort hann hafi vitað af slíku hliðarsamkomulagi þegar hann undirritaði flugvallarsamkomulagið í Hörpu svarar forsætisráðherra: „Það var einhver hugmynd um að hafa þetta allt í einu skjali. En ég taldi það óráðlegt vegna þess að það hefði gefið til kynna að verið væri að semja sérstaklega um þetta með þriðju flugbrautina. Það var ekki verið að gera samning um það núna. Það var bara upprifjun á því að slíkt samkomulag hefði verið gert á sínum tíma.“ Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira
Forsætisráðherra leggst alfarið gegn því að þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. Hann vill vinda ofan af samkomulagi sem Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra, gerði við Dag B. Eggertsson, formann borgarráðs, um að borgin fengi hluta flugvallarsvæðisins undir íbúðabyggð. Samkomulag sem undirritað var í Hörpu í lok síðasta mánaðar um flugvallarmálið hefur verið túlkað svo að minnstu flugbrautinni verði lokað um áramót og að Reykjavíkurborg geti byrjað að úthluta lóðum undir ný íbúðahverfi í Skerjafirði. „Nei, það er ekkert fjallað um það að loka þriðju flugbrautinni í þessu samkomulagi,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Ég tel það raunar mjög óráðlegt og er alfarið á móti því af ýmsum ástæðum,“ segir forsætisráðherra. Hann nefnir öryggismál, það sé ástæða fyrir að flugbrautirnar séu þrjár. „En það er líka mjög óheppileg stefna í alla staði að vera stöðugt að reyna að þrengja að flugvellinum, byggja alveg upp við hann allt í kring til að reyna að þrengja að honum.“ Forsætisráðherra segir að Katrín Júlíusdóttir, þáverandi fjármálaráðherra, og Dagur B. Eggertsson, formaður hafi í mars undirritað samkomulag um sölu á hluta vallarsvæðisins. Minnt hafi verið á það samkomulag í tengslum við undirritunina á dögunum. „En ég held að menn ættu að reyna að sameinast um það að vinda ofan af því og fá vonandi eftir næstu borgarstjórnarkosningar meirihluta sem er tilbúinn að gera þetta öðruvísi,“ segir Sigmundur. Fullyrt hefur verið að innanríkisráðherra og borgarstjóri hafi gert hliðarsamkomulag í síðasta mánuði um brotthvarf þriðju brautarinnar. Spurður hvort hann hafi vitað af slíku hliðarsamkomulagi þegar hann undirritaði flugvallarsamkomulagið í Hörpu svarar forsætisráðherra: „Það var einhver hugmynd um að hafa þetta allt í einu skjali. En ég taldi það óráðlegt vegna þess að það hefði gefið til kynna að verið væri að semja sérstaklega um þetta með þriðju flugbrautina. Það var ekki verið að gera samning um það núna. Það var bara upprifjun á því að slíkt samkomulag hefði verið gert á sínum tíma.“
Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira