Starfsmenn segja fylgst með klósettferðum sínum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 4. september 2013 19:15 Í Esju Gæðafæði fer fram kjötvinnsla. Mynd úr safni. Fréttablaðið/GVA Starfsmenn kjötvinnslunnar Esju Gæðafæðis kvörtuðu til Persónuverndar í janúar yfir uppsetningu öryggismyndavéla á vinnustað sínum. Hafði þeim ekki verið tilkynnt um vöktunina né tilgang hennar. Segir í kvörtuninni að „þeir hafi lent í því að vera spurðir um tíðni og lengd salernisferða auk þess að vera þaulspurðir út í verklag við vinnu.“ Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar sem kveðinn var upp í ágúst. Eigendur Esju Gæðafæðis hf. báru fyrir sig að áður, í gömlu húsnæði fyrirtækisins, hafi verið fullkomið og virkt myndavélatæki sem starfsmönnum fyrirtækisins hafi verið kunnugt um, inntir eftir skýringum vegna kvörtunarinnar. Myndavélarnar séu til staðar til þess að auka öryggi starfsfólks. Í svarbréfi Esju Gæðafæðis hf. til Persónuverndar í kjölfar kvörtunarinnar kemur einnig fram að ákveðinn starfsmaður kannist við að hafa spurt einn af starfsmönnum fyrirtækisins um tíðar klósettferðir sínar. Segir þó að starfsmennirnir hafi unnið hlið við hlið, ekki hafi verið byggt á neinum myndbandsupptökum og að spurningin hafi miðað að því að vita hvort eitthvað bjátaði að hjá starfsmanninum sem fór á klósettið. Það var ekki fyrr en í júní á þessu ári sem að svarbréf barst frá starfsmönnum Esju Gæðafæðis vegna skýringa fyrirtækisins á eftirlitsmyndavélunum. Þar kemur fram að kerfið sem sett var upp á nýja staðnum sé mun fullkomnara, þar sé hægt að „súmma“ inn og að einn af yfirmönnunum sé með skjái með útsendingu úr öllum myndavélum við vinnuaðstöðu sína. Starfsmenn hafi einnig fengið athugasemdir þess efnis að þeir séu lengi í gang á morgnana en þeir mæta á undan yfirmönnum og því augljóst að horft er til myndbandsupptaka. Því sé verið að mæla vinnuafköst starfsmanna og það hljóti að vera hægt að gera það með öðrum hætti. Samkvæmt lögum má ekki mæla vinnuafköst með rafrænni vöktun nema hennar sé sérstök þörf. Persónuvernd taldi sér þó ekki stætt á að úrskurða um þetta efni þar sem um það stóð orð gegn orði. Úrskurður Persónuverndar féll á þá vegu að heimilt væri að setja upp eftirlitsmyndavélar að því gefnu að starfsmenn yrðu fræddir um vöktunina. Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fleiri fréttir Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Sjá meira
Starfsmenn kjötvinnslunnar Esju Gæðafæðis kvörtuðu til Persónuverndar í janúar yfir uppsetningu öryggismyndavéla á vinnustað sínum. Hafði þeim ekki verið tilkynnt um vöktunina né tilgang hennar. Segir í kvörtuninni að „þeir hafi lent í því að vera spurðir um tíðni og lengd salernisferða auk þess að vera þaulspurðir út í verklag við vinnu.“ Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar sem kveðinn var upp í ágúst. Eigendur Esju Gæðafæðis hf. báru fyrir sig að áður, í gömlu húsnæði fyrirtækisins, hafi verið fullkomið og virkt myndavélatæki sem starfsmönnum fyrirtækisins hafi verið kunnugt um, inntir eftir skýringum vegna kvörtunarinnar. Myndavélarnar séu til staðar til þess að auka öryggi starfsfólks. Í svarbréfi Esju Gæðafæðis hf. til Persónuverndar í kjölfar kvörtunarinnar kemur einnig fram að ákveðinn starfsmaður kannist við að hafa spurt einn af starfsmönnum fyrirtækisins um tíðar klósettferðir sínar. Segir þó að starfsmennirnir hafi unnið hlið við hlið, ekki hafi verið byggt á neinum myndbandsupptökum og að spurningin hafi miðað að því að vita hvort eitthvað bjátaði að hjá starfsmanninum sem fór á klósettið. Það var ekki fyrr en í júní á þessu ári sem að svarbréf barst frá starfsmönnum Esju Gæðafæðis vegna skýringa fyrirtækisins á eftirlitsmyndavélunum. Þar kemur fram að kerfið sem sett var upp á nýja staðnum sé mun fullkomnara, þar sé hægt að „súmma“ inn og að einn af yfirmönnunum sé með skjái með útsendingu úr öllum myndavélum við vinnuaðstöðu sína. Starfsmenn hafi einnig fengið athugasemdir þess efnis að þeir séu lengi í gang á morgnana en þeir mæta á undan yfirmönnum og því augljóst að horft er til myndbandsupptaka. Því sé verið að mæla vinnuafköst starfsmanna og það hljóti að vera hægt að gera það með öðrum hætti. Samkvæmt lögum má ekki mæla vinnuafköst með rafrænni vöktun nema hennar sé sérstök þörf. Persónuvernd taldi sér þó ekki stætt á að úrskurða um þetta efni þar sem um það stóð orð gegn orði. Úrskurður Persónuverndar féll á þá vegu að heimilt væri að setja upp eftirlitsmyndavélar að því gefnu að starfsmenn yrðu fræddir um vöktunina.
Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fleiri fréttir Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Sjá meira