Sjálfsmark réð úrslitum í NFL-deildinni í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2013 14:15 Cameron Wake fagnar. Mynd/NordicPhotos/Getty Það er ekki á hverjum degi sem varnarmenn tryggja sínu liði sigur með því að fella leikstjórnanda mótherjanna í þeirra eigin markteig en það var raunin í NFL-deildinni í nótt. Miami Dolphins vann þá 22-20 sigur á Cincinnati Bengals í framlengingu þökk sé hraustlegri framgöngu eins varnarmannsins síns. Varnarmaðurinn Cameron Wake tryggði Miami Dolphins sigurinn í framlengingunni með því að brjótast í gegnum varnarmúrinn í kringum Andy Dalton, leikstjórnanda Cincinnati Bengals og ná í framhaldinu að fella Dalton í hans eigin markteig. Sjálfsmark í NFL-deildinni gefur 2 stig en það lið sem skorar á undan í framlengingu vinnur leikinn svo framarlega sem bæði lið hafa fengið sókn. Þessi tvö stig nægðu því Miami Dolphins til að vinna fjórða sigur sinn á tímabilinu. Þetta var aðeins í þriðja sinn í sögu NFL-deildarinnar sem leikur vinnst á sjálfsmarki. Chicago Bears vann einnig þannig árið 2004 og það gerðu leikmenn Minnesota Vikings einnig í einum leik árið 1989. Cameron Wake er 31 árs gamall reynslubolti og var þarna að komast að Andy Dalton í þriðja sinn í leiknum. Wake hefur spilað með Miami Dolphins frá 2009. Það voru fleiri frábær tilþrif í leiknum þar á meðal magnað snertimark hlauparans Giovani Bernard. Það er hægt að sjá svipmyndir frá leiknum hér fyrir neðan. NFL Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Sjá meira
Það er ekki á hverjum degi sem varnarmenn tryggja sínu liði sigur með því að fella leikstjórnanda mótherjanna í þeirra eigin markteig en það var raunin í NFL-deildinni í nótt. Miami Dolphins vann þá 22-20 sigur á Cincinnati Bengals í framlengingu þökk sé hraustlegri framgöngu eins varnarmannsins síns. Varnarmaðurinn Cameron Wake tryggði Miami Dolphins sigurinn í framlengingunni með því að brjótast í gegnum varnarmúrinn í kringum Andy Dalton, leikstjórnanda Cincinnati Bengals og ná í framhaldinu að fella Dalton í hans eigin markteig. Sjálfsmark í NFL-deildinni gefur 2 stig en það lið sem skorar á undan í framlengingu vinnur leikinn svo framarlega sem bæði lið hafa fengið sókn. Þessi tvö stig nægðu því Miami Dolphins til að vinna fjórða sigur sinn á tímabilinu. Þetta var aðeins í þriðja sinn í sögu NFL-deildarinnar sem leikur vinnst á sjálfsmarki. Chicago Bears vann einnig þannig árið 2004 og það gerðu leikmenn Minnesota Vikings einnig í einum leik árið 1989. Cameron Wake er 31 árs gamall reynslubolti og var þarna að komast að Andy Dalton í þriðja sinn í leiknum. Wake hefur spilað með Miami Dolphins frá 2009. Það voru fleiri frábær tilþrif í leiknum þar á meðal magnað snertimark hlauparans Giovani Bernard. Það er hægt að sjá svipmyndir frá leiknum hér fyrir neðan.
NFL Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Sjá meira