Stjórnarflokkur forseta Úkraínu hefur lýst yfir sigri sínum í þingkosningunum sem fór fram í landinu um helgina.
Útgönguspár sýna að flokkurinn hefur hlotið 28% fylgi en helsti andstöðuflokkurinn, sem Julia Timoshenko leiðir, hlýtur tæplega 25% fylgi.
Í frétt um málið á vefsíðu BBC segir að athygli vekji að öfgaflokkar til hægri og vinstri hlutu mikið fylgi samkvæmt útgönguspám. Þannig fær Frelsisflokkurinn sem er lengst til hægri 12,5% atkvæða eða svipað og Kommúistaflokkurinn.
Udar flokkur Vitali Klitschko heimsmeistara í hnefaleikum er þriðji stærsti flokkurinn með rúmlega 15% atkvæða.
Ekki er reiknað með að talningu ljúki fyrr en á morgun eða á miðvikudag.
Stjórnarflokkurinn lýsir yfir sigri í Úkraínu
