Innlent

Segir viðræðurnar hafa gengið vel

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ómar Stefánsson er oddviti framsóknarmanna í bæjarstjórn Kópavogs.
Ómar Stefánsson er oddviti framsóknarmanna í bæjarstjórn Kópavogs.
Ómar Stefánsson, oddviti framsóknarmanna í bæjarstjórn Kópavogs, segir ekkert liggja fyrir um það hver taki við bæjarstjórnarstólnum í Kópavogi.

Oddvitar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Lista Kópavogs hafa setið í dag að meirihlutaviðræðum. „Mín upplifun var sú að þetta gekk vel," segir Ómar. Hann vill ekkert segja til um það hversu langan tíma meirihlutaviðræðurnar gætu tekið. „Við skulum bara sjá hvað morgundagurinn ber í skauti sér," segir hann. Ómar segir að einungis oddvitar flokkanna hafi komið að viðræðunum í dag. Hann vill ekkert segja um hverjir gætu bæst inn í þær samningaviðræður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×