Carroll kom Liverpool í úrslitaleikinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. apríl 2012 00:06 Nordic Photos / Getty Images Andy Carroll var annan leikinn í röð hetja Liverpool er hann tryggði sínum mönnum 2-1 sigur á grannliðinu Everton í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar. Everton komst yfir í fyrri hálfleik með marki Nikica Jelevic en framherjarnir Luis Suarez og áðurnefndur Carroll skoruðu mörk Liverpool í seinni hálfleik. Carroll skoraði sigurmarkið með skalla eftir aukaspyrnu aðeins fáeinum mínútum fyrir leikslok. Stuðningsmenn Liverpool fögnuðu vel og innilega en margir bláklæddir sáust fella tár í stúkunni á Wembley. Leikurinn byrjaði fjörlega og bæði lið gerðu sig líklega til að skora. En ísinn var ekki brotinn fyrr en á 25. mínútu þegar varnarmenn Liverpool gerðu sig seka um skelfileg mistök. Þeir Daniel Agger og Jamie Carragher hikuðu báðir við að hreinsa boltann frá marki og endaði það með því að Carragher skaut í Tim Cahill og af honum fór boltinn beint fyrir fætur Jelavic. Króatinn þakkaði kærlega fyrir sig og skoraði auðveldlega. Liverpool sótti eftir þetta en með litlum árangri. Everton lá nokkuð til baka og beitti skyndisóknum en þeir bláu höfðu forystuna þegar flautað var til hálfleiks. Andy Carroll fékk dauðafæri í upphafi seinni hálfleiks eftir sendingu Stewart Downing en fór illa að ráði sínu og klúðraði fyrir nánast opnu marki. Það þurfti á endanum önnur varnarmistök til að fá annað mark í leikinn. Sylvain Distin reyndi sendingu til baka en hún var slök. Suarez komst inn í sendinguna og skoraði fram hjá Tim Howard í markinu. Þetta gerðist þegar um hálftími var eftir af leiknum og sóttu bæði lið án þess þó að skapa sér hættuleg færi. Það er að segja þar til að Carroll skoraði sigurmarkið fjórum mínútum fyrir leikslok. Craig Bellamy, sem hafði komið inn á sem varamaður, tók aukaspyrnu við hornfánann sem var dæmd á Seamus Coleman fyrir að brjóta á Steven Gerrard. Coleman var reyndar á gulu spjaldi og var heppinn við að sleppa við annað. En Bellamy sendi boltann inn í teig og beint á kollinn á Carroll sem skoraði með flottum skalla í fjærhornið. Þar með breyttist hann úr skúrki í hetju á augabragði og sá til þess að Liverpool leikur til úrslita um enska bikarinn í lok næsta mánaðar, gegn annað hvort Tottenham eða Chelsea. Þau lið mætast í hinni undanúrslitaviðureigninni á morgun. Enski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Fleiri fréttir Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Sjá meira
Andy Carroll var annan leikinn í röð hetja Liverpool er hann tryggði sínum mönnum 2-1 sigur á grannliðinu Everton í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar. Everton komst yfir í fyrri hálfleik með marki Nikica Jelevic en framherjarnir Luis Suarez og áðurnefndur Carroll skoruðu mörk Liverpool í seinni hálfleik. Carroll skoraði sigurmarkið með skalla eftir aukaspyrnu aðeins fáeinum mínútum fyrir leikslok. Stuðningsmenn Liverpool fögnuðu vel og innilega en margir bláklæddir sáust fella tár í stúkunni á Wembley. Leikurinn byrjaði fjörlega og bæði lið gerðu sig líklega til að skora. En ísinn var ekki brotinn fyrr en á 25. mínútu þegar varnarmenn Liverpool gerðu sig seka um skelfileg mistök. Þeir Daniel Agger og Jamie Carragher hikuðu báðir við að hreinsa boltann frá marki og endaði það með því að Carragher skaut í Tim Cahill og af honum fór boltinn beint fyrir fætur Jelavic. Króatinn þakkaði kærlega fyrir sig og skoraði auðveldlega. Liverpool sótti eftir þetta en með litlum árangri. Everton lá nokkuð til baka og beitti skyndisóknum en þeir bláu höfðu forystuna þegar flautað var til hálfleiks. Andy Carroll fékk dauðafæri í upphafi seinni hálfleiks eftir sendingu Stewart Downing en fór illa að ráði sínu og klúðraði fyrir nánast opnu marki. Það þurfti á endanum önnur varnarmistök til að fá annað mark í leikinn. Sylvain Distin reyndi sendingu til baka en hún var slök. Suarez komst inn í sendinguna og skoraði fram hjá Tim Howard í markinu. Þetta gerðist þegar um hálftími var eftir af leiknum og sóttu bæði lið án þess þó að skapa sér hættuleg færi. Það er að segja þar til að Carroll skoraði sigurmarkið fjórum mínútum fyrir leikslok. Craig Bellamy, sem hafði komið inn á sem varamaður, tók aukaspyrnu við hornfánann sem var dæmd á Seamus Coleman fyrir að brjóta á Steven Gerrard. Coleman var reyndar á gulu spjaldi og var heppinn við að sleppa við annað. En Bellamy sendi boltann inn í teig og beint á kollinn á Carroll sem skoraði með flottum skalla í fjærhornið. Þar með breyttist hann úr skúrki í hetju á augabragði og sá til þess að Liverpool leikur til úrslita um enska bikarinn í lok næsta mánaðar, gegn annað hvort Tottenham eða Chelsea. Þau lið mætast í hinni undanúrslitaviðureigninni á morgun.
Enski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Fleiri fréttir Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Sjá meira