Barroso segir þörf á stefnu um vöxt og atvinnu 13. janúar 2012 08:00 Sammála Helle Thorning-Schmidt og Barroso voru sammála um áherzlu á grænan hagvöxt, jafnframt erfiðum ákvörðunum í ríkisfjármálum. Nordicphotos/AFP José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að þótt gríðarlega mikilvægt sé að aðildarríkin nái saman um aukið aðhald í ríkisfjármálum, sé það ekki nóg. „Agi í ríkisfjármálum er nauðsynlegur, en dugar ekki einn og sér. Agi er ómissandi, en hagvöxtur er líka nauðsynlegur,“ sagði Barroso á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn í gær. Framkvæmdastjórn ESB hefur setið á fundum með ráðherrum dönsku ríkisstjórnarinnar í vikunni í tilefni af því að Danmörk tók við forsæti ráðherraráðs ESB um áramótin. Barroso sagði að til þess að efla traust bæði borgara ESB-ríkjanna og alþjóðlegra fjárfesta á efnahagslífi Evrópu þyrfti stefnu um vöxt og atvinnusköpun. Hann fagnaði því sérstaklega stefnu Dana, sem hyggjast í formennskutíð sinni leggja mikla áherzlu á að efla innri markað ESB og fækka hindrunum, til dæmis í vegi rafrænna viðskipta, og leggja sömuleiðis mikið upp úr svokölluðum grænum hagvexti, sem verður til með þróun umhverfisvænnar tækni. Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, sagði að þróun á „grænum“ atvinnuháttum væri „ekki aðeins góð fyrir umhverfið, heldur ábatasöm fyrir evrópskt efnahagslíf. Þetta er geirinn þar sem við verðum að sjá hagvöxt og ný störf verða til“. - óþs Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira
José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að þótt gríðarlega mikilvægt sé að aðildarríkin nái saman um aukið aðhald í ríkisfjármálum, sé það ekki nóg. „Agi í ríkisfjármálum er nauðsynlegur, en dugar ekki einn og sér. Agi er ómissandi, en hagvöxtur er líka nauðsynlegur,“ sagði Barroso á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn í gær. Framkvæmdastjórn ESB hefur setið á fundum með ráðherrum dönsku ríkisstjórnarinnar í vikunni í tilefni af því að Danmörk tók við forsæti ráðherraráðs ESB um áramótin. Barroso sagði að til þess að efla traust bæði borgara ESB-ríkjanna og alþjóðlegra fjárfesta á efnahagslífi Evrópu þyrfti stefnu um vöxt og atvinnusköpun. Hann fagnaði því sérstaklega stefnu Dana, sem hyggjast í formennskutíð sinni leggja mikla áherzlu á að efla innri markað ESB og fækka hindrunum, til dæmis í vegi rafrænna viðskipta, og leggja sömuleiðis mikið upp úr svokölluðum grænum hagvexti, sem verður til með þróun umhverfisvænnar tækni. Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, sagði að þróun á „grænum“ atvinnuháttum væri „ekki aðeins góð fyrir umhverfið, heldur ábatasöm fyrir evrópskt efnahagslíf. Þetta er geirinn þar sem við verðum að sjá hagvöxt og ný störf verða til“. - óþs
Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira