Skuldurum hjálpað í gegnum barnabætur 18. apríl 2012 15:30 Börn í Ísaksskóla. Mynd/Valgarður Til stendur að hækka barnabætur til að bregðast við þeim skuldavanda sem barnafjölskyldur standa frammi fyrir. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins liggja endanlegir útreikningar ekki fyrir og er því of snemmt að segja til um með hvaða hætti breytingarnar verði. Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir hækkun barnabóta vissulega geta verið liður í því að aðstoða barnafjölskyldur í greiðsluvanda. „Þetta er eitt af því sem eðlilega kemur til greina að skoða," segir hann. „Það er lógískt að áætla að barnafjölskyldur lendi í greiðsluvanda. Þetta er ekki endilega lágtekjufólk, heldur teygir þetta sig inn í millitekjuhópana líka." Lífeyrissjóðirnir eru nú að taka vinnu starfshóps um lánsveð til skoðunar. „Við erum að fara að funda með þeim og bönkunum. Hitt er í vinnslu og margt annað samhliða," segir hann. Hvorki Steingrímur né Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra vildu staðfesta það við Fréttablaðið að endanleg ákvörðun lægi fyrir. Hagfræðingar Seðlabankans birtu nýverið skýrslu um áhrif aðgerða stjórnvalda á skuldavanda heimilanna. Þar kemur fram að barnafjölskyldur í millitekjuhóp og barnlausir einstæðingar með litlar eða engar tekjur eigi í mestum vanda. „Það hefur verið ítrekað að 30 prósent af fjölskyldum og einstaklingum eru ekki með íbúðarskuldir, heldur eru í leiguhúsnæði og eru í vanda vegna annarra lána," segir Guðbjartur. „Þess vegna erum við að skoða hvar hægt er að grípa inn í. Það er margt uppi á borðinu og þar hafa barnabætur verið ræddar." Ráðherrahópur úr velferðar-, innanríkis-, efnahags- og viðskipta- og fjármálaráðuneytinu vinnur nú að greinargerð um stöðu og þróun á greiðslu- og skuldavanda heimilanna. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins kemur ekki til greina að ráðast í flata niðurfellingu skulda, en í skýrslu Seðlabankans kemur fram að slíkt hafi reynst afar óskilvirkt og dýrt á sama tíma. -sv Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
Til stendur að hækka barnabætur til að bregðast við þeim skuldavanda sem barnafjölskyldur standa frammi fyrir. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins liggja endanlegir útreikningar ekki fyrir og er því of snemmt að segja til um með hvaða hætti breytingarnar verði. Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir hækkun barnabóta vissulega geta verið liður í því að aðstoða barnafjölskyldur í greiðsluvanda. „Þetta er eitt af því sem eðlilega kemur til greina að skoða," segir hann. „Það er lógískt að áætla að barnafjölskyldur lendi í greiðsluvanda. Þetta er ekki endilega lágtekjufólk, heldur teygir þetta sig inn í millitekjuhópana líka." Lífeyrissjóðirnir eru nú að taka vinnu starfshóps um lánsveð til skoðunar. „Við erum að fara að funda með þeim og bönkunum. Hitt er í vinnslu og margt annað samhliða," segir hann. Hvorki Steingrímur né Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra vildu staðfesta það við Fréttablaðið að endanleg ákvörðun lægi fyrir. Hagfræðingar Seðlabankans birtu nýverið skýrslu um áhrif aðgerða stjórnvalda á skuldavanda heimilanna. Þar kemur fram að barnafjölskyldur í millitekjuhóp og barnlausir einstæðingar með litlar eða engar tekjur eigi í mestum vanda. „Það hefur verið ítrekað að 30 prósent af fjölskyldum og einstaklingum eru ekki með íbúðarskuldir, heldur eru í leiguhúsnæði og eru í vanda vegna annarra lána," segir Guðbjartur. „Þess vegna erum við að skoða hvar hægt er að grípa inn í. Það er margt uppi á borðinu og þar hafa barnabætur verið ræddar." Ráðherrahópur úr velferðar-, innanríkis-, efnahags- og viðskipta- og fjármálaráðuneytinu vinnur nú að greinargerð um stöðu og þróun á greiðslu- og skuldavanda heimilanna. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins kemur ekki til greina að ráðast í flata niðurfellingu skulda, en í skýrslu Seðlabankans kemur fram að slíkt hafi reynst afar óskilvirkt og dýrt á sama tíma. -sv
Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira