Innlent

Laugin opnuð aftur á morgun

Iðnaðarmenn sem unnið hafa að viðgerð Laugardalslaugar gátu gengið þurrum fótum á botni laugarinnar í gær enda laugin tæmd vegna endurbóta.
Iðnaðarmenn sem unnið hafa að viðgerð Laugardalslaugar gátu gengið þurrum fótum á botni laugarinnar í gær enda laugin tæmd vegna endurbóta. Fréttablaðið/Pjetur
Laugardalslaugin verður opnuð aftur fyrir sundlaugargestum á morgun, sumardaginn fyrsta, eftir að hafa verið lokuð í nokkra daga vegna endurbóta.

Endurbæturnar hafa staðið yfir í nokkurn tíma, en hægt var að halda lauginni opinni svo til allan tímann. Á meðan laugin var lokuð voru heitir pottar tæmdir og málaðir, nuddpottur tengdur og nýju öryggishandriði komið fyrir við laugina, að því er fram kemur á vef Reykjavíkurborgar. Tæma þurfti laugina vegna endurbótanna, og var tækifærið notað til að þrífa hana rækilega. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×