Ný aðferðafræði við eldi í sjó lofar góðu 18. apríl 2012 08:00 Aðferðafræði Fjarðalax er að ryðja sér til rúms í Mekka laxeldisins, Noregi. mynd/Fjarðalax Fjarðalax slátrar tíu til tólf tonnum af laxi á viku úr fyrstu kynslóð seiða í Tálknafirði. Fyrirtækið hyggst framleiða 10.000 tonn af laxi á ári. Forsvarsmenn óttast að stjórnsýslan meðtaki ekki rök þeirra fyrir nýju eldismódeli. Fiskeldisfyrirtækið Fjarðalax, sem stundar eldi á sunnanverðum Vestfjörðum, slátrar þessa dagana tíu til tólf tonnum af laxi úr eldiskvíum í Tálknafirði í viku hverri. Þriðja kynslóð laxaseiða verða sett í sjó í Patreksfirði í sumar en önnur kynslóð dafnar vel í Arnarfirði og verður laxinn þar kominn í sláturstærð síðar á þessu ári. Starfsmenn fyrirtækisins verða að vonum orðnir 60 á næsta ári og 130 til 150 ef takmark fyrirtækisins um tíu þúsund tonna ársframleiðslu næst. Fjarðalax styðst við nýtt eldismódel sem byggir á eldi í þremur aðskildum fjörðum, með drjúgan hvíldartíma á hverju svæði á milli hverrar kynslóðar. „Einungis þannig er hægt að nánast útiloka óæskileg áhrif á náttúru og lífríki fjarðanna sem um ræðir og draga úr líkum á sýkingum í eldislaxi og lúsagengd,“ segir Höskuldur Steinarsson framkvæmdastjóri. „Fái hver fjörður hvíld á milli kynslóða er ekki ástæða til að óttast áhrif eldisins á lífríki þeirra. Hér fer hagur náttúrunnar og fyrirtækjanna í sjókvíaeldi saman.“ Arnarlax hefur áform um laxeldi í Arnarfirði en hefur ekki ennþá tilskilin leyfi. Aðspurður hvort pláss sé fyrir bæði fyrirtækin í firðinum segir Höskuldur: „Þú færð ekki fjárfesta eða annað inn í svona fyrirtæki fyrir minna en tíu þúsund tonna framleiðslu. Þetta er langtímaverkefni með þolinmótt fjármagn og sterka menn. Þetta gera ekki tvö fyrirtæki í Arnarfirði samtímis,“ segir Höskuldur. Höskuldur segir að nokkuð erfiðlega hafi gengið að koma sýn Fjarðalaxmanna á framfæri innan stjórnsýslunnar; þeirra sem fara með vald til að veita leyfi til eldis. „Við höfum verið að reyna að koma okkar sjónarmiðum að til að tryggja greininni vaxtarmöguleika í framtíðinni. Leyfi stjórnvöld mörg leyfi á sama svæði þá fer þetta einfaldlega bara á einn veg.“ Höskuldur segir, og vill þar gæta sanngirni, að mikil umræða hafi farið fram innan stjórnsýslunnar og þegar liggi fyrir reglugerð hjá ráðherra sem tekur á fjarlægðarmörkum í fiskeldi með strangari hætti en áður. Hún er ekki tæmandi en er skref í rétta átt, án vafa. „Hún hefur tafist í útgáfu og var ekki afgreidd frá ráðherra síðast þegar ég vissi.“ Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu þá stendur til að undirrita reglugerðina í dag en með henni breytist fleira en fjarlægðarmörkin. Reglugerðin segir til um frekari aðkomu Hafrannsóknastofnunar og yfirdýralæknis fisksjúkdóma að ákvarðanatöku með stjórnsýslustofnunum. svavar@frettabladid.is Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira
Fjarðalax slátrar tíu til tólf tonnum af laxi á viku úr fyrstu kynslóð seiða í Tálknafirði. Fyrirtækið hyggst framleiða 10.000 tonn af laxi á ári. Forsvarsmenn óttast að stjórnsýslan meðtaki ekki rök þeirra fyrir nýju eldismódeli. Fiskeldisfyrirtækið Fjarðalax, sem stundar eldi á sunnanverðum Vestfjörðum, slátrar þessa dagana tíu til tólf tonnum af laxi úr eldiskvíum í Tálknafirði í viku hverri. Þriðja kynslóð laxaseiða verða sett í sjó í Patreksfirði í sumar en önnur kynslóð dafnar vel í Arnarfirði og verður laxinn þar kominn í sláturstærð síðar á þessu ári. Starfsmenn fyrirtækisins verða að vonum orðnir 60 á næsta ári og 130 til 150 ef takmark fyrirtækisins um tíu þúsund tonna ársframleiðslu næst. Fjarðalax styðst við nýtt eldismódel sem byggir á eldi í þremur aðskildum fjörðum, með drjúgan hvíldartíma á hverju svæði á milli hverrar kynslóðar. „Einungis þannig er hægt að nánast útiloka óæskileg áhrif á náttúru og lífríki fjarðanna sem um ræðir og draga úr líkum á sýkingum í eldislaxi og lúsagengd,“ segir Höskuldur Steinarsson framkvæmdastjóri. „Fái hver fjörður hvíld á milli kynslóða er ekki ástæða til að óttast áhrif eldisins á lífríki þeirra. Hér fer hagur náttúrunnar og fyrirtækjanna í sjókvíaeldi saman.“ Arnarlax hefur áform um laxeldi í Arnarfirði en hefur ekki ennþá tilskilin leyfi. Aðspurður hvort pláss sé fyrir bæði fyrirtækin í firðinum segir Höskuldur: „Þú færð ekki fjárfesta eða annað inn í svona fyrirtæki fyrir minna en tíu þúsund tonna framleiðslu. Þetta er langtímaverkefni með þolinmótt fjármagn og sterka menn. Þetta gera ekki tvö fyrirtæki í Arnarfirði samtímis,“ segir Höskuldur. Höskuldur segir að nokkuð erfiðlega hafi gengið að koma sýn Fjarðalaxmanna á framfæri innan stjórnsýslunnar; þeirra sem fara með vald til að veita leyfi til eldis. „Við höfum verið að reyna að koma okkar sjónarmiðum að til að tryggja greininni vaxtarmöguleika í framtíðinni. Leyfi stjórnvöld mörg leyfi á sama svæði þá fer þetta einfaldlega bara á einn veg.“ Höskuldur segir, og vill þar gæta sanngirni, að mikil umræða hafi farið fram innan stjórnsýslunnar og þegar liggi fyrir reglugerð hjá ráðherra sem tekur á fjarlægðarmörkum í fiskeldi með strangari hætti en áður. Hún er ekki tæmandi en er skref í rétta átt, án vafa. „Hún hefur tafist í útgáfu og var ekki afgreidd frá ráðherra síðast þegar ég vissi.“ Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu þá stendur til að undirrita reglugerðina í dag en með henni breytist fleira en fjarlægðarmörkin. Reglugerðin segir til um frekari aðkomu Hafrannsóknastofnunar og yfirdýralæknis fisksjúkdóma að ákvarðanatöku með stjórnsýslustofnunum. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira