Vænn kolmunni á stóru svæði 18. apríl 2012 09:00 Ef vel gengur og veður er hagstætt er veiðiferðin um vika. mynd/hbgrandi Vænn kolmunni veiðist á stóru svæði en skip HB Granda hafa verið á veiðum syðst í færeysku lögsögunni undanfarna daga. Þangað er um 35 klukkustunda sigling enda er veiðisvæðið 430 sjómílum frá Vopnafirði þar sem skipin landa. Faxi RE kom til hafnar á Vopnafirði í gærmorgun með fullfermi eða um 1.450 til 1.500 tonn. Að sögn Hjalta Einarssonar, skipstjóra í veiðiferðinni, í viðtali á heimasíðu fyrirtækisins voru skip víða að veiðum á svæðinu. Hjalti segir að kolmunninn virðist ekki þétta sig í torfur og algengur afli eftir níu til tíu tíma hol er því um 300 til 350 tonn. „Við hófum veiðar eftir miðnætti 13. apríl og framan af tókum við fremur stutt hol því þá var stefnt að því að landa aflanum til frystingar í Færeyjum. Frá því var horfið vegna erfiðleika með landanir og við lengdum því holin og aflinn var ágætur. Kolmunninn er vænn og meðalþyngdin hjá okkur er um 160 til 170 grömm sem þykir gott,“ segir Hjalti. Von var á Ingunni AK til Vopnafjarðar í gærkvöldi með fullfermi. Veiðar skipsins töfðust þó eftir að flottrollið skemmdist, en toghlerar rússnesks togara rákust í troll Ingunnar. Lundey NS, sem er væntanleg með fullfermi til Vopnafjarðar í dag, var með aukatroll um borð sem skipverjar á Ingunni gátu sett undir og lokið veiðum. - shá Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Vænn kolmunni veiðist á stóru svæði en skip HB Granda hafa verið á veiðum syðst í færeysku lögsögunni undanfarna daga. Þangað er um 35 klukkustunda sigling enda er veiðisvæðið 430 sjómílum frá Vopnafirði þar sem skipin landa. Faxi RE kom til hafnar á Vopnafirði í gærmorgun með fullfermi eða um 1.450 til 1.500 tonn. Að sögn Hjalta Einarssonar, skipstjóra í veiðiferðinni, í viðtali á heimasíðu fyrirtækisins voru skip víða að veiðum á svæðinu. Hjalti segir að kolmunninn virðist ekki þétta sig í torfur og algengur afli eftir níu til tíu tíma hol er því um 300 til 350 tonn. „Við hófum veiðar eftir miðnætti 13. apríl og framan af tókum við fremur stutt hol því þá var stefnt að því að landa aflanum til frystingar í Færeyjum. Frá því var horfið vegna erfiðleika með landanir og við lengdum því holin og aflinn var ágætur. Kolmunninn er vænn og meðalþyngdin hjá okkur er um 160 til 170 grömm sem þykir gott,“ segir Hjalti. Von var á Ingunni AK til Vopnafjarðar í gærkvöldi með fullfermi. Veiðar skipsins töfðust þó eftir að flottrollið skemmdist, en toghlerar rússnesks togara rákust í troll Ingunnar. Lundey NS, sem er væntanleg með fullfermi til Vopnafjarðar í dag, var með aukatroll um borð sem skipverjar á Ingunni gátu sett undir og lokið veiðum. - shá
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira