Innlent

Orrustuþota flutt á hátíðarsvæði

mynd/Sigurgestur Guðlaugsson
Bandarísk orrustuþota af gerðinni F-4E Phanton II sem komið var fyrir á stalli framan við höfuðstöðvar bandaríska flughersins á Keflavíkurflugvelli veturinn 1993 var flutt á hátíðarsvæði vegna opins dags á Ásbrú á morgun.

Þotan hefur verið minnisvarði um loftvarnarstarfsemi varnarliðsins á árum kalda stríðsins. Þotur af þessari gerð voru starfræktar 57. orrustuflugsveitinni á Keflavíkurflugvelli á árunum 1973 til 1985.

Fyrirhugað er að koma þotunni fyrir á safni um sögu Keflavíkurstöðvarinnar og umsvifa Bandaríkjahers hér á landi.

Á tímum Varnarliðsins héldu íbúar árlegt KARNIVAL í fjáröflunarskyni. Íslendingar voru þá boðnir velkomnir í fjörið og gátu keypt amerískar vörur og tekið þátt í skemmtilegum karnivalleikjum.

Nú hafa Ásbrú-ingar ákveðið að halda KARNIVAL að sama sniði á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×