Breta langar í hitaveitur og sæstreng Kristján Már Unnarsson skrifar 30. maí 2012 19:30 Íslensk og bresk stjórnvöld undirrituðu nú síðdegis yfirlýsingu um víðtækt samstarf á sviði orkumála, þar á meðal um lagningu sæstrengs á milli landanna, um jarðhitaleit í Bretlandi og um olíuiðnað. Orkumálaráðherra Bretlands, Charles Hendry, hóf Íslandsheimsóknina nú síðdegis í Hellisheiðarvirkjun þar sem Oddný Harðardóttir iðnaðarráðherra tók á móti honum ásamt Bjarna Bjarnasyni, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta er í fyrsta sinn sem orkumálaráðherra Bretlands heimsækir Ísland og hann fékk að sjálfsögðu að kynnast af eigin raun hvernig Íslendingar beisla orku úr iðrum jarðar. Í stöðvarhúsi virkjunarinnar var undirrituð viljayfirlýsing um samstarf ríkjanna á sviði orkumála og tekur það til fjögurra þátta, um jarðhitaleit í Bretlandi og hitaveitur, um athugun á sæstreng milli Íslands og Bretlands, um að styðja jarðhitanýtingu í þróunarlöndum, einkum Austur-Afríku, og um miðlun upplýsinga um olíu- og gasiðnað, þar á meðal um olíuboranir á hafsbotni. Bretar nýta þegar jarðhita, en í litlum mæli, og eru með hitaveitur á nokkrum stöðum en telja sig geta sótt þekkingu til Íslendinga til að gera enn betur á því sviði. „Við höfum mikinn áhuga á að sjá hvort við getum beislað þá tækni á Bretlandi. Íslensk fyrirtæki gætu gegnt mikilvægu hlutverki í því ferli," sagði Charles Hendry í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Við erum einnig að hefja viðræður um það hvort það væri hagkvæmt fyrir bæði löndin að tengjast með raforkusæstreng," sagði Hendry. Iðnaðarráðherra Íslands gerði breska ráðherranum hins vegar ljóst að lagning sæstrengs væri viðkvæmt mál á Íslandi. „Ég hef lagt á það áherslu við ráðherrann að við erum að setja saman stóran hóp manna vegna þess að við munum ekki fara út í lagningu sæstrengs nema um það verði breið sátt á meðal Íslendinga," sagði Oddný Harðardóttir. Breski ráðherrann mun í fyrramálið flytja erindi á ráðstefnu í Arion-banka um orkumál Evrópu og hvort þar bíði Íslendinga einhver tækifæri. Að ráðstefnunni standa UK Trade & Investment, Arion-banki og Orkustofnun. Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Íslensk og bresk stjórnvöld undirrituðu nú síðdegis yfirlýsingu um víðtækt samstarf á sviði orkumála, þar á meðal um lagningu sæstrengs á milli landanna, um jarðhitaleit í Bretlandi og um olíuiðnað. Orkumálaráðherra Bretlands, Charles Hendry, hóf Íslandsheimsóknina nú síðdegis í Hellisheiðarvirkjun þar sem Oddný Harðardóttir iðnaðarráðherra tók á móti honum ásamt Bjarna Bjarnasyni, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta er í fyrsta sinn sem orkumálaráðherra Bretlands heimsækir Ísland og hann fékk að sjálfsögðu að kynnast af eigin raun hvernig Íslendingar beisla orku úr iðrum jarðar. Í stöðvarhúsi virkjunarinnar var undirrituð viljayfirlýsing um samstarf ríkjanna á sviði orkumála og tekur það til fjögurra þátta, um jarðhitaleit í Bretlandi og hitaveitur, um athugun á sæstreng milli Íslands og Bretlands, um að styðja jarðhitanýtingu í þróunarlöndum, einkum Austur-Afríku, og um miðlun upplýsinga um olíu- og gasiðnað, þar á meðal um olíuboranir á hafsbotni. Bretar nýta þegar jarðhita, en í litlum mæli, og eru með hitaveitur á nokkrum stöðum en telja sig geta sótt þekkingu til Íslendinga til að gera enn betur á því sviði. „Við höfum mikinn áhuga á að sjá hvort við getum beislað þá tækni á Bretlandi. Íslensk fyrirtæki gætu gegnt mikilvægu hlutverki í því ferli," sagði Charles Hendry í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Við erum einnig að hefja viðræður um það hvort það væri hagkvæmt fyrir bæði löndin að tengjast með raforkusæstreng," sagði Hendry. Iðnaðarráðherra Íslands gerði breska ráðherranum hins vegar ljóst að lagning sæstrengs væri viðkvæmt mál á Íslandi. „Ég hef lagt á það áherslu við ráðherrann að við erum að setja saman stóran hóp manna vegna þess að við munum ekki fara út í lagningu sæstrengs nema um það verði breið sátt á meðal Íslendinga," sagði Oddný Harðardóttir. Breski ráðherrann mun í fyrramálið flytja erindi á ráðstefnu í Arion-banka um orkumál Evrópu og hvort þar bíði Íslendinga einhver tækifæri. Að ráðstefnunni standa UK Trade & Investment, Arion-banki og Orkustofnun.
Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira