Breta langar í hitaveitur og sæstreng Kristján Már Unnarsson skrifar 30. maí 2012 19:30 Íslensk og bresk stjórnvöld undirrituðu nú síðdegis yfirlýsingu um víðtækt samstarf á sviði orkumála, þar á meðal um lagningu sæstrengs á milli landanna, um jarðhitaleit í Bretlandi og um olíuiðnað. Orkumálaráðherra Bretlands, Charles Hendry, hóf Íslandsheimsóknina nú síðdegis í Hellisheiðarvirkjun þar sem Oddný Harðardóttir iðnaðarráðherra tók á móti honum ásamt Bjarna Bjarnasyni, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta er í fyrsta sinn sem orkumálaráðherra Bretlands heimsækir Ísland og hann fékk að sjálfsögðu að kynnast af eigin raun hvernig Íslendingar beisla orku úr iðrum jarðar. Í stöðvarhúsi virkjunarinnar var undirrituð viljayfirlýsing um samstarf ríkjanna á sviði orkumála og tekur það til fjögurra þátta, um jarðhitaleit í Bretlandi og hitaveitur, um athugun á sæstreng milli Íslands og Bretlands, um að styðja jarðhitanýtingu í þróunarlöndum, einkum Austur-Afríku, og um miðlun upplýsinga um olíu- og gasiðnað, þar á meðal um olíuboranir á hafsbotni. Bretar nýta þegar jarðhita, en í litlum mæli, og eru með hitaveitur á nokkrum stöðum en telja sig geta sótt þekkingu til Íslendinga til að gera enn betur á því sviði. „Við höfum mikinn áhuga á að sjá hvort við getum beislað þá tækni á Bretlandi. Íslensk fyrirtæki gætu gegnt mikilvægu hlutverki í því ferli," sagði Charles Hendry í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Við erum einnig að hefja viðræður um það hvort það væri hagkvæmt fyrir bæði löndin að tengjast með raforkusæstreng," sagði Hendry. Iðnaðarráðherra Íslands gerði breska ráðherranum hins vegar ljóst að lagning sæstrengs væri viðkvæmt mál á Íslandi. „Ég hef lagt á það áherslu við ráðherrann að við erum að setja saman stóran hóp manna vegna þess að við munum ekki fara út í lagningu sæstrengs nema um það verði breið sátt á meðal Íslendinga," sagði Oddný Harðardóttir. Breski ráðherrann mun í fyrramálið flytja erindi á ráðstefnu í Arion-banka um orkumál Evrópu og hvort þar bíði Íslendinga einhver tækifæri. Að ráðstefnunni standa UK Trade & Investment, Arion-banki og Orkustofnun. Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Íslensk og bresk stjórnvöld undirrituðu nú síðdegis yfirlýsingu um víðtækt samstarf á sviði orkumála, þar á meðal um lagningu sæstrengs á milli landanna, um jarðhitaleit í Bretlandi og um olíuiðnað. Orkumálaráðherra Bretlands, Charles Hendry, hóf Íslandsheimsóknina nú síðdegis í Hellisheiðarvirkjun þar sem Oddný Harðardóttir iðnaðarráðherra tók á móti honum ásamt Bjarna Bjarnasyni, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta er í fyrsta sinn sem orkumálaráðherra Bretlands heimsækir Ísland og hann fékk að sjálfsögðu að kynnast af eigin raun hvernig Íslendingar beisla orku úr iðrum jarðar. Í stöðvarhúsi virkjunarinnar var undirrituð viljayfirlýsing um samstarf ríkjanna á sviði orkumála og tekur það til fjögurra þátta, um jarðhitaleit í Bretlandi og hitaveitur, um athugun á sæstreng milli Íslands og Bretlands, um að styðja jarðhitanýtingu í þróunarlöndum, einkum Austur-Afríku, og um miðlun upplýsinga um olíu- og gasiðnað, þar á meðal um olíuboranir á hafsbotni. Bretar nýta þegar jarðhita, en í litlum mæli, og eru með hitaveitur á nokkrum stöðum en telja sig geta sótt þekkingu til Íslendinga til að gera enn betur á því sviði. „Við höfum mikinn áhuga á að sjá hvort við getum beislað þá tækni á Bretlandi. Íslensk fyrirtæki gætu gegnt mikilvægu hlutverki í því ferli," sagði Charles Hendry í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Við erum einnig að hefja viðræður um það hvort það væri hagkvæmt fyrir bæði löndin að tengjast með raforkusæstreng," sagði Hendry. Iðnaðarráðherra Íslands gerði breska ráðherranum hins vegar ljóst að lagning sæstrengs væri viðkvæmt mál á Íslandi. „Ég hef lagt á það áherslu við ráðherrann að við erum að setja saman stóran hóp manna vegna þess að við munum ekki fara út í lagningu sæstrengs nema um það verði breið sátt á meðal Íslendinga," sagði Oddný Harðardóttir. Breski ráðherrann mun í fyrramálið flytja erindi á ráðstefnu í Arion-banka um orkumál Evrópu og hvort þar bíði Íslendinga einhver tækifæri. Að ráðstefnunni standa UK Trade & Investment, Arion-banki og Orkustofnun.
Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira