Tónlistarsmekkur ráði ekki úrvalinu í ÁTVR 10. febrúar 2012 09:30 Mötörhead Shiraz, rauðvín, bannað í ÁTVR Formaður efnahags- og skattanefndar segir ÁTVR seilast langt eftir rökum fyrir því að banna rauðvín merkt Motörhead og hvetur til hófs. Löggjöf um vöruval hafi ekki haft þennan tilgang. Talsmaður ÁTVR stingur upp á breyttu verklagi. „Það er langt seilst í rökstuðningi fyrir þessari ákvörðun ÁTVR," segir Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og skattanefndar Alþingis, um þá ákvörðun Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins að heimila ekki sölu rauðvínsins Motörhead Shiraz, sem greint var frá í Fréttablaðinu í gær. Hann hvetur ÁTVR að gæta hófs þegar vörur eru útilokaðar þaðan. Víninu var hafnað þar sem hljómsveitin Motörhead, sem vínið er nefnt eftir, kemur ekki nálægt framleiðslu þess sjálf, auk þess sem nafnið er talið skírskota til óheilbrigðra lifnaðarhátta. Þannig sé enska orðið ‚motorhead' slanguryrði yfir amfetamínneytanda og textar sveitarinnar fjalli „iðulega um stríð, misnotkun valds, óábyrgt kynlíf og misnotkun vímuefna". Reglur um vöruval ÁTVR voru lögfestar í fyrsta sinn í fyrra á grundvelli innkaupareglna sem notast hafði verið við um nokkra hríð. „Lagaákvæðið var ekki hugsað til þess að vörum væri hafnað með tilvísun til tónlistarsmekks," segir Helgi, sem hafði lagafrumvarpið til meðferðar í efnahags- og skattanefnd. „ÁTVR hefur verið að vinna með vöruvalsreglur um árabil og þingið samþykkti tillögur fjármálaráðherra um að skjóta lagastoð undir þær reglur og það eru málefnalegar ástæður til þess að ÁTVR hafi slíkar heimildir," segir hann. „Það á ekki síst við þegar verið er að markaðssetja áfengi sérstaklega á börn og ungmenni undir áfengiskaupaaldri í formi sælgætis eða íss eða umbúða af ýmsu tagi, en það er mikilvægt að ÁTVR fari hófsamlega með þessar heimildir." Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir starfsmenn þar ávallt telja sig vera að vinna eftir lögum og reglum hverju sinni. „Og þetta er okkar skoðun, en auðvitað er þetta í einhverjum tilfellum matsatriði," segir hún. Sigrún segir að valinn hópur starfsmanna ÁTVR hafi það með höndum að taka afstöðu til umsókna um reynslusölu, en ákvörðunin sé alltaf á ábyrgð forstjóra. Ekki sé víst að þetta sé heppilegt kerfi, enda taki ákvarðanir ÁTVR ekki til innflutnings og geti veitingastaðir boðið upp á vín sem ÁTVR hafnar. „Það má alveg velta því fyrir sér hvort það væri ekki heppilegra að það væri einhver sem almennt tæki afstöðu til þess hvað ætti að vera á markaðnum," segir Sigrún, til dæmis stjórnvaldsnefnd sem heyrði beint undir ráðuneytið. stigur@frettabladid.is Tengdar fréttir Ríkið telur rokkvín hvetja til ólifnaðar ÁTVR neitar að taka til sölu rauðvín merkt ensku rokkhljómsveitinni Motörhead. Rökstutt með því að nafnið sé vísun í amfetamínneyslu og sveitin syngi um stríð, óábyrgt kynlíf og fíkniefni. Málið á borði umboðsmanns Alþingis. 9. febrúar 2012 08:30 Starfsfólk ÁTVR hefur greinilega ekkert að gera í vinnunni "Þetta er forsjárhyggja hjá ríkisstarfsfólki sem hefur greinilega ekkert að gera í vinnunni," segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður, um þá ákvörðun ríkisins að vilja ekki taka Motörhead-rauðvín í sölu. Hann var gestur í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í dag. 9. febrúar 2012 17:23 Motörhead gegn íslenska ríkisbákninu Á hverjum degi flytja fimm manns frá Íslandi til þess að hefja nýtt líf í öðru landi. Eftir 2008 hefur hvert áfallið á fætur öðru dunið á hinum almenna borgara með hækkandi sköttum og verðlausari krónu og hafa menn reynt hvað þeir geta til þess að bæta upp tapið með allskyns aukavinnu. 9. febrúar 2012 00:01 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Sjá meira
Formaður efnahags- og skattanefndar segir ÁTVR seilast langt eftir rökum fyrir því að banna rauðvín merkt Motörhead og hvetur til hófs. Löggjöf um vöruval hafi ekki haft þennan tilgang. Talsmaður ÁTVR stingur upp á breyttu verklagi. „Það er langt seilst í rökstuðningi fyrir þessari ákvörðun ÁTVR," segir Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og skattanefndar Alþingis, um þá ákvörðun Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins að heimila ekki sölu rauðvínsins Motörhead Shiraz, sem greint var frá í Fréttablaðinu í gær. Hann hvetur ÁTVR að gæta hófs þegar vörur eru útilokaðar þaðan. Víninu var hafnað þar sem hljómsveitin Motörhead, sem vínið er nefnt eftir, kemur ekki nálægt framleiðslu þess sjálf, auk þess sem nafnið er talið skírskota til óheilbrigðra lifnaðarhátta. Þannig sé enska orðið ‚motorhead' slanguryrði yfir amfetamínneytanda og textar sveitarinnar fjalli „iðulega um stríð, misnotkun valds, óábyrgt kynlíf og misnotkun vímuefna". Reglur um vöruval ÁTVR voru lögfestar í fyrsta sinn í fyrra á grundvelli innkaupareglna sem notast hafði verið við um nokkra hríð. „Lagaákvæðið var ekki hugsað til þess að vörum væri hafnað með tilvísun til tónlistarsmekks," segir Helgi, sem hafði lagafrumvarpið til meðferðar í efnahags- og skattanefnd. „ÁTVR hefur verið að vinna með vöruvalsreglur um árabil og þingið samþykkti tillögur fjármálaráðherra um að skjóta lagastoð undir þær reglur og það eru málefnalegar ástæður til þess að ÁTVR hafi slíkar heimildir," segir hann. „Það á ekki síst við þegar verið er að markaðssetja áfengi sérstaklega á börn og ungmenni undir áfengiskaupaaldri í formi sælgætis eða íss eða umbúða af ýmsu tagi, en það er mikilvægt að ÁTVR fari hófsamlega með þessar heimildir." Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir starfsmenn þar ávallt telja sig vera að vinna eftir lögum og reglum hverju sinni. „Og þetta er okkar skoðun, en auðvitað er þetta í einhverjum tilfellum matsatriði," segir hún. Sigrún segir að valinn hópur starfsmanna ÁTVR hafi það með höndum að taka afstöðu til umsókna um reynslusölu, en ákvörðunin sé alltaf á ábyrgð forstjóra. Ekki sé víst að þetta sé heppilegt kerfi, enda taki ákvarðanir ÁTVR ekki til innflutnings og geti veitingastaðir boðið upp á vín sem ÁTVR hafnar. „Það má alveg velta því fyrir sér hvort það væri ekki heppilegra að það væri einhver sem almennt tæki afstöðu til þess hvað ætti að vera á markaðnum," segir Sigrún, til dæmis stjórnvaldsnefnd sem heyrði beint undir ráðuneytið. stigur@frettabladid.is
Tengdar fréttir Ríkið telur rokkvín hvetja til ólifnaðar ÁTVR neitar að taka til sölu rauðvín merkt ensku rokkhljómsveitinni Motörhead. Rökstutt með því að nafnið sé vísun í amfetamínneyslu og sveitin syngi um stríð, óábyrgt kynlíf og fíkniefni. Málið á borði umboðsmanns Alþingis. 9. febrúar 2012 08:30 Starfsfólk ÁTVR hefur greinilega ekkert að gera í vinnunni "Þetta er forsjárhyggja hjá ríkisstarfsfólki sem hefur greinilega ekkert að gera í vinnunni," segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður, um þá ákvörðun ríkisins að vilja ekki taka Motörhead-rauðvín í sölu. Hann var gestur í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í dag. 9. febrúar 2012 17:23 Motörhead gegn íslenska ríkisbákninu Á hverjum degi flytja fimm manns frá Íslandi til þess að hefja nýtt líf í öðru landi. Eftir 2008 hefur hvert áfallið á fætur öðru dunið á hinum almenna borgara með hækkandi sköttum og verðlausari krónu og hafa menn reynt hvað þeir geta til þess að bæta upp tapið með allskyns aukavinnu. 9. febrúar 2012 00:01 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Sjá meira
Ríkið telur rokkvín hvetja til ólifnaðar ÁTVR neitar að taka til sölu rauðvín merkt ensku rokkhljómsveitinni Motörhead. Rökstutt með því að nafnið sé vísun í amfetamínneyslu og sveitin syngi um stríð, óábyrgt kynlíf og fíkniefni. Málið á borði umboðsmanns Alþingis. 9. febrúar 2012 08:30
Starfsfólk ÁTVR hefur greinilega ekkert að gera í vinnunni "Þetta er forsjárhyggja hjá ríkisstarfsfólki sem hefur greinilega ekkert að gera í vinnunni," segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður, um þá ákvörðun ríkisins að vilja ekki taka Motörhead-rauðvín í sölu. Hann var gestur í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í dag. 9. febrúar 2012 17:23
Motörhead gegn íslenska ríkisbákninu Á hverjum degi flytja fimm manns frá Íslandi til þess að hefja nýtt líf í öðru landi. Eftir 2008 hefur hvert áfallið á fætur öðru dunið á hinum almenna borgara með hækkandi sköttum og verðlausari krónu og hafa menn reynt hvað þeir geta til þess að bæta upp tapið með allskyns aukavinnu. 9. febrúar 2012 00:01