Innlent

Trésmiður fær ekki bætur eftir vinnuslys

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Slysið varð á vinnusvæði Ístaks.
Slysið varð á vinnusvæði Ístaks.
Pólskur trésmiður sem krafðist tæplega 35 milljóna króna bóta frá Sjóvá - Almennum eftir vinnuslys sem hann varð fyrir í starfi hjá Ístaki á ekki rétt á bótunum. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem kvað upp dóm sinn í morgun.

Maðurinn varð óvinnufær í tvö ár og hlaut 25% varanlega örorku eftir að hann féll úr stiga við vinnu sína árið 2008. Ístak hf. hafði keypt slysatryggingu launþega og frjálsa ábyrgðartryggingu hjá stefnda og fékk trésmiðurinn greiddar bætur vegna launþegatryggingar en kröfum um bætur vegna ábyrgðartryggingar var hafnað. Maðurinn stefnti því Sjóvá til þess að freista þess að fá bæturnar greiddar.

Trésmiðurinn byggði bótakröfu sína á því að vinnuaðstæður hafi verið óforsvaranlegar þegar slysið varð. Stiginn, sem notaður var við verkið, hafi verið vanbúinn, og vörubifreiðarpallur sem hann stóð á hafi verið háll. Þá hafi verkstjóri vanrækt eftirlitsskyldu sína á vinnustaðnum. Héraðsdómur tók ekki undir þau rök mannsins og sýknaði tryggingarfélagið af bótakröfunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×