Innlent

Ástæða til að stöðva útflutning á munum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Safnaráð kom í dag saman til fundar við fulltrúa P&H  Jewellers.
Safnaráð kom í dag saman til fundar við fulltrúa P&H Jewellers. mynd/ gva.
Ástæða þykir til að stöðva útflutning á nokkrum munum sem P&H Jewellers hafði keypt af Íslendingum. Þetta var niðurstaða safnaráðs sem hittu fulltrúa fyrirtækisins í dag. Safnaráð kom á fundinum með fyrirtækinu í tilefni af auglýsingu í Fréttablaðinu á laugardaginn þar sem fólk var hvatt til að koma með gull og skartgripi til mats og mögulegrar sölu hjá fyrirtækinu.

Samkvæmt lögum um flutning menningarverðmæta úr landi og um skil menningarverðmæta til annarra landa má ekki flytja úr landi menningarverðmæti sem uppfylla skilyrði laganna, svo sem gripi eldri eldri en 100 ára, nema að til komi formlegt leyfi safnaráðs. Það er safnaráð sem sér um að framfylgja lögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×