Innlent

Erlent flutningaskip strandaði við Sandgerði

Varðskipið Þór
Varðskipið Þór mynd/fréttastofa
Erlent flutningaskip strandaði við Sandgerðishöfn í morgun. Skipið heitir Fernanda/J7AM7 og er skráð í Dóminíska lýðveldinu.

Fernanda er 75 metra langt og 7.576 brúttótonn. Ellefu manns eru um borð í skipinu og heilsast öllum vel samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni.

Talið er að skipið hafi misst af beygju þegar það sigldi með lóðs inn í höfnina og strandað í kjölfarið.

Frá Sandgerði í morgun.mynd/fréttastofa
Björgunarskipið í Sandgerði og þyrla Landhelgisgæslunnar eru á staðnum. Þá er varðskipið Þór nú á leið á staðinn. Ekki verður hægt að losa skipið fyrr en seinnipartinn í dag en flóð er klukkan fimm í dag.

Þyrla Landhelgisgæslunnar mun fljúga yfir flutningaskipið til að kanna hvort olía leiki frá því. Hún verður síðan til taks á svæðinu ef á þarf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×