Vilja aðgerðir gegn ólöglegu niðurhali 10. janúar 2012 10:15 Mikill fjöldi netnotenda hleður niður tölvuleikjum, tónlist, kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og bókum.Fréttablaðið/Valli Samtök rétthafa horfa til fyrirhugaðra lagabreytinga í Noregi sem eiga að taka á ólöglegu niðurhali. Vona að frumvarp verði lagt fram hér fyrir vorið. Spænskir dómstólar geta nú lokað fyrir vefsíður. Íslensk höfundarréttarsamtök vilja að farin verði sama leið hér á landi og fyrirhugað er að fara í Noregi til að hindra ólöglegt niðurhal og dreifingu á höfundarréttarvörðu efni. Samkvæmt norska frumvarpinu getur opinber stofnun ákveðið að loka fyrir aðgang norskra netnotenda að síðum sem hafa þann tilgang að dreifa höfundarréttarvörðu efni. Svipuð lög hafa þegar tekið gildi á Spáni, og víðar er verið að undirbúa lagasetningu til að taka á þessu vandamáli. „Það eru allir að reyna að finna réttu leiðina til að stemma stigu við ólöglegri dreifingu tónlistar,“ segir Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka tónskálda og eigenda flutningsréttar (STEF). „Það er verið að skoða á vegum Höfundarréttarnefndar að fara ekki ósvipaða leið hér á landi. Þá er horft til þess að opinber stofnun geti, að kröfu rétthafa, tekið þá ákvörðun að fjarskiptafyrirtæki hér á landi þurfi að loka fyrir aðgengi að tiltekinni vefsíðu,“ segir Guðrún Björk. Hún segir þetta raunhæfustu leiðina til að loka fyrir erlendar síður og íslenskar síður sem vistaðar eru erlendis. Hún segir að miðað sé við að aðeins verði hægt að loka fyrir vefsíður sem bersýnilega hafi það markmið að dreifa höfundarréttarvörðu efni án heimildar höfunda. Í lögum sem tóku gildi á Spáni um áramót fær sérstök nefnd kvartanir rétthafa til meðferðar, og ákveði hún að loka fyrir aðgengi að vefsíðum þarf dómari að staðfesta þá ákvörðun. Markmiðið er að málsmeðferðin öll taki ekki meira en tíu daga. Guðrún Björk segir STEF frekar hafa horft til norsku leiðarinnar, þar sem opinber stofnun taki ákvörðun án þess að hún sé borin undir dómara, þó auðvitað verði að veita ábyrgðarmönnum þeirra vefsíða sem loka eigi fyrir andmælarétt. Hætt sé við að ferlið taki of langan tíma ef bera þurfi hverja ákvörðun undir dómara. brjann@frettabladid.is Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Samtök rétthafa horfa til fyrirhugaðra lagabreytinga í Noregi sem eiga að taka á ólöglegu niðurhali. Vona að frumvarp verði lagt fram hér fyrir vorið. Spænskir dómstólar geta nú lokað fyrir vefsíður. Íslensk höfundarréttarsamtök vilja að farin verði sama leið hér á landi og fyrirhugað er að fara í Noregi til að hindra ólöglegt niðurhal og dreifingu á höfundarréttarvörðu efni. Samkvæmt norska frumvarpinu getur opinber stofnun ákveðið að loka fyrir aðgang norskra netnotenda að síðum sem hafa þann tilgang að dreifa höfundarréttarvörðu efni. Svipuð lög hafa þegar tekið gildi á Spáni, og víðar er verið að undirbúa lagasetningu til að taka á þessu vandamáli. „Það eru allir að reyna að finna réttu leiðina til að stemma stigu við ólöglegri dreifingu tónlistar,“ segir Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka tónskálda og eigenda flutningsréttar (STEF). „Það er verið að skoða á vegum Höfundarréttarnefndar að fara ekki ósvipaða leið hér á landi. Þá er horft til þess að opinber stofnun geti, að kröfu rétthafa, tekið þá ákvörðun að fjarskiptafyrirtæki hér á landi þurfi að loka fyrir aðgengi að tiltekinni vefsíðu,“ segir Guðrún Björk. Hún segir þetta raunhæfustu leiðina til að loka fyrir erlendar síður og íslenskar síður sem vistaðar eru erlendis. Hún segir að miðað sé við að aðeins verði hægt að loka fyrir vefsíður sem bersýnilega hafi það markmið að dreifa höfundarréttarvörðu efni án heimildar höfunda. Í lögum sem tóku gildi á Spáni um áramót fær sérstök nefnd kvartanir rétthafa til meðferðar, og ákveði hún að loka fyrir aðgengi að vefsíðum þarf dómari að staðfesta þá ákvörðun. Markmiðið er að málsmeðferðin öll taki ekki meira en tíu daga. Guðrún Björk segir STEF frekar hafa horft til norsku leiðarinnar, þar sem opinber stofnun taki ákvörðun án þess að hún sé borin undir dómara, þó auðvitað verði að veita ábyrgðarmönnum þeirra vefsíða sem loka eigi fyrir andmælarétt. Hætt sé við að ferlið taki of langan tíma ef bera þurfi hverja ákvörðun undir dómara. brjann@frettabladid.is
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira