Innlent

Steingrímur setti Framadaga í HR

Vel fór á með þeim Steingrími J. Sigfússyni, efnahags- og viðskiptaráðherra, Ara Kristni Jónssyni, rektor HR og Hrafnhildi Ýr Benediktsdóttur, framkvæmdastjóra Framadaga.
Vel fór á með þeim Steingrími J. Sigfússyni, efnahags- og viðskiptaráðherra, Ara Kristni Jónssyni, rektor HR og Hrafnhildi Ýr Benediktsdóttur, framkvæmdastjóra Framadaga.
Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, setti Framadaga háskólanna í Háskólanum í Reykjavík í dag en þetta er í fyrsta sinn sem þeir eru haldnir í HR. Í tilkynningu segir að ár taki 35 fyrirtæki þátt og hafa þau aldrei verið fleiri. Framadögum er ætlað að gefa ungum háskólaborgurum tækifæri á að finna draumastarfið, hvort heldur í sumar eða sem framtíðarstarf.

„Auk þess sem þátttakendum býðst að mynda tengsl við einstök fyrirtæki, kynna sér starfsframboð þeirra og starfsmannastefnu, verður gengist fyrir röð örfyrirlestra sem fjalla m.a. um það hvernig landa má draumastarfinu."

Að Framadögum háskólanna standa alþjóðlegu stúdentasamtökin AIESEC. Þetta í 18. sinn sem þeir fara fram og gengur vegna þeirra sérstakur strætó á milli aðalbyggingar Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík til kl. 16:15 í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×