Fótbolti

Keita tryggði Malí sigur | Fjórðungsúrslitin klár

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Keita fagnar með félögum sínum í kvöld.
Keita fagnar með félögum sínum í kvöld. Nordic Photos / AFP
Riðlakeppninni í Afríkukeppninni í knattspyrnu lauk í kvöld með síðustu tveimur leikjunum í D-riðli. Það er því ljóst hvaða lið mætast í fjórðungsúrslitunum um helgina.

Gana og Malí fóru áfram upp úr D-riðli en Ganverjum nægði 1-1 jafntefli gegn Gíneu til að tryggja sér efsta sæti riðilsins.

Malí náði svo öðru sætinu eftir góðan 2-1 sigur á Botswana eftir að hafa lent marki undir. Seydou Keita, leikmaður Barcelona, tryggði Malí sigurinn með marki stundarfjórðungi fyrir leikslok.

Hér fyrir neðan má sjá hvaða lið mætast í fjórðungsúrslitum:

Laugardagur 4. febrúar:

16:00 Sambía - Súdan

19.00 Fílabeinsströndin - Miðbaugsgínea

Sigurvegarar mætast í undanúrslitum.

Sunnudagur 5. febrúar:

16.00 Gabon - Malí

19.00 Gana - Túnis

Sigurvegarar mætast í undanúrslitum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×