Innlent

Leituðu að hópi ferðamanna á Austurlandi

Mynd úr safni
Mynd úr safni
Björgunarsveitir á Austurlandi voru kallaðar út um eittleytið í nótt til að leita að hópi ferðamanna.

Sveitir frá Nesskaupsstað, Breiðdalsvík, Borgarfirðir eystra, Norðfirði og Egilsstöðum mættu til leitar á fjórhjólum, vélsleðum auk göngumanna og leitarhunda.

Kalt var á svæðinu en veður að öðru leyti gott.

Fólkið fannst heilt á húfi um klukkan fjögur í nótt í tjaldi neðan við Stóruurð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×