Innlent

Sextán ára ölvaður undir stýri - foreldri sótti hann á lögreglustöðina

Mikið var útköll vegna ölvunar og hávaða hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Fimm ökumenn voru teknir grunaðir um ölvun við akstur.

Einn af þeim er einungis sextán ára en hann var stöðvaður í Hafnarfirði rétt fyrir klukkan fjögur í nótt. Pilturinn reyndi að skrökva af lögreglumönnum með því að gefa upp rangt nafn og kennitölu. Hann var sóttur af foreldri að lokinni sýnatöku.

Þá var annar ökumaður tekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Sá ók á móti rauðu ljósi á Hringbraut.

Nóttin var róleg hjá lögregluembættum víða um land. Á Selfossi voru þó tveir teknir grunaðir um akstur undir áhrifum. Á Akureyri var einn tekinn grunaður um ölvunarakstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×