Innlent

Fyrstu lundarnir komnir til Eyja

Fyrstu lundarnir komu til Vestmannaeyja um helgina, nánast á alveg sama tíma og undanfarin ár.

Eyjamenn bíða nú spenntir eftir því hvernig varpið tekst, en lundastofninn í Eyjum hefur verið á hröðu undanhaldi síðustu ár vegna fæðuskorts. Fæða hans er einkum sandsíli, sem óvenju lítið hefur verið af við landið undanfarin ár, en Hafrannsóknastofnun mun kanna ástand og útbreiðslu þess innan tíðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×