Stakk logandi pappír inn um bréfalúgu 16. apríl 2012 14:14 Akranes. MYND GVA Logandi pappír var stungið inn um bréfalúgu í heimahúsi á Akranesi nú um helgina samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Húsráðendur urðu varir við reyk og slökktu eldinn sem var kominn í gólfteppi og mottu auk þess sem útidyrahurðin sviðnaði. Talsverður reykur var í íbúðinni og var slökkvilið kallað á vettvang til að reykræsta. Málið er í rannsókn. Svo fékk lögregla á Akranesi tilkynningu snemma morguns um mannlausa bifreið í Faxatorgi. Er komið var á vettvang kom í ljós að henni hafði verið ekið á kantstein. Vitni gátu lýst ökumanni vel og töldu hann ölvaðan. Renndi lögreglumenn í grun hver hafi verið þarna á ferð og hófu leit að honum en án árangurs. Hann gaf sig síðar fram á lögreglustöð um hádegisbilið, nokkuð vel við skál, og viðurkenndi að hafa ekið bifreiðinni. Hann kvaðst hinsvegar einungis hafa drukkið áfengi eftir atvikið. Vakthafandi lögreglumenn trúðu því rétt mátulega og voru tekin úr honum sýni vegna málsins. Tveimur stórum keflum með rafmagnsköplum var síðan stolið frá Krókatúni einhverntíma á tímabilinu 4. - 10 apríl. Verðmæti kaplana er um 400.000 krónur og því ljóst að tapið er töluvert. Keflin eru stór og hafa tæpast verið flutt af vettvangi nema í sendi- eða vörubíl. Biður lögregla þá sem kunna að hafa orðið vitni að þessu að hafa samband. Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Logandi pappír var stungið inn um bréfalúgu í heimahúsi á Akranesi nú um helgina samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Húsráðendur urðu varir við reyk og slökktu eldinn sem var kominn í gólfteppi og mottu auk þess sem útidyrahurðin sviðnaði. Talsverður reykur var í íbúðinni og var slökkvilið kallað á vettvang til að reykræsta. Málið er í rannsókn. Svo fékk lögregla á Akranesi tilkynningu snemma morguns um mannlausa bifreið í Faxatorgi. Er komið var á vettvang kom í ljós að henni hafði verið ekið á kantstein. Vitni gátu lýst ökumanni vel og töldu hann ölvaðan. Renndi lögreglumenn í grun hver hafi verið þarna á ferð og hófu leit að honum en án árangurs. Hann gaf sig síðar fram á lögreglustöð um hádegisbilið, nokkuð vel við skál, og viðurkenndi að hafa ekið bifreiðinni. Hann kvaðst hinsvegar einungis hafa drukkið áfengi eftir atvikið. Vakthafandi lögreglumenn trúðu því rétt mátulega og voru tekin úr honum sýni vegna málsins. Tveimur stórum keflum með rafmagnsköplum var síðan stolið frá Krókatúni einhverntíma á tímabilinu 4. - 10 apríl. Verðmæti kaplana er um 400.000 krónur og því ljóst að tapið er töluvert. Keflin eru stór og hafa tæpast verið flutt af vettvangi nema í sendi- eða vörubíl. Biður lögregla þá sem kunna að hafa orðið vitni að þessu að hafa samband.
Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira