Innlent

Tvö prósent af vegafé fer til höfuðborgarinnar

Guðlaugur Þór Þórðarson
Guðlaugur Þór Þórðarson Mynd/ Valli
Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður, var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar ræddi hann um samgöngumálin. Hann gagnrýnir stefnu ríkis og borgar í umferðaröryggismálum.

„Ég hef tekið saman upplýsingar um nýframkvæmdir í Reykjavík og þær hafa aldrei verið færri en á síðasta ári," sagði Guðlaugur. „Árið 2011 voru 100 milljónir sem fóru í nýframkvæmdir. Á árunum 2007 til 2011 fór aðeins 2.1% af vegafé í nýframkvæmdir."

Guðlaugur segir yfirvöld í Reykjavík hafi komist að samkomulagi við ríkisvaldið um fresta öllum nýframkvæmdum næstu tíu árin. „Hvernig er hægt að fresta því sem ekki er til staðar?" spyr Guðlaugur.

Hann hvetur alþingismenn og almenning til að kynna sér mikilvægi samgöngumála enda sé um gríðarlega mikilvægan málaflokk að ræða.

„Umferðaröryggismálin eru sérstaklega mikilvæg," sagði Guðlaugur. „Að sama skapi skipta umferðarmannvirki miklu máli. Þau koma í veg fyrir að alvarleg umferðaróhöpp eigi sér stað. Það er skelfilegt að vita til þess að fólk sé að örkumlast eða láta lífið einfaldlega vegna þess að umferðarmannvirkin eru ekki nógu vel hönnuð."

„Þetta er því miður raunin á Íslandi í dag," sagði Guðlaugur að lokum.

Hægt er að hlusta viðtal við Guðlaug hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×