Kosið verði um tillögur stjórnlagaráðs 21. mars 2012 06:00 Frá fundi stjórnlagaráðs í fyrra Stjórnlagaráð samþykkti frumvarp til stjórnskipunarlaga einróma. Frumvarpið var afhent Ástu R. Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, 29. júlí 2011.fréttablaðið/gva Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis samþykkti á fundi sínum í gær að leggja fram þingsályktunartillögu þess efnis að kosið verði um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá samhliða forsetakosningum 30. júní næstkomandi. Um ráðgefandi þjóðaratkvæði er að ræða, samkvæmt lögum. Spurt verður um stjórnarskrárdrögin í heild, auk spurninga um fimm sérstök álitamál. Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingar og formaður nefndarinnar, segir málið vel undirbúið og spurningarnar lúti að þeim álitamálum sem helst hafa verið nefnd í umræðunni; mál sem brenna á þjóðinni. „Spurningarnar máttu ekki vera of margar og nauðsynlegt að halda þeim vel afmörkuðum. Þegar við hittum fulltrúa úr stjórnlagaráði voru þeir með þessar sömu spurningar og við í huga." Valgerður segir að einnig hafi verið leitað til sérfræðinga um það hvernig spurningarnar skyldu orðaðar. Hún kannast við þá umræðu að málið geti reynst þungt í vöfum er varðar kosningar, en segir að það eigi líka við önnur mál, til dæmis Evrópusambandið og Icesave. „Það verður þriggja mánaða kynning á þessu máli og á þeim tíma getur fólk vegið þetta og metið. Það verða hins vegar ekki allir sammála, það liggur fyrir." Valgerður tekur sem dæmi að hún sé þeirrar skoðunar að óþarft sé að spyrja hvort atkvæði allra kjósenda eigi að vega jafnt, óháð búsetu. Það séu sjálfsögð mannréttindi að hennar mati, en um það séu skiptar skoðanir. Þjóðkirkjan er ekki nefnd í tillögum stjórnlagaráðs en lagt er til að spurt verði hvort ákvæði stjórnarskrárinnar um þjóðkirkjuna eigi að standa óbreytt. „Við erum að kalla eftir vilja þjóðarinnar; hvað þjóðin vill að við gerum næst," segir Valgerður. „Ég held að þessi skoðanakönnun verði ómarkviss og ruglingsleg," segir Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður, og nefnir þrennt sem hann telur veigamest. Áhætta felist í því að halda kosninguna samhliða forsetakjöri; hvaða áhrif stjórnarskrármálið hefur á forsetakjörið og öfugt. Þá sé galli að annars vegar sé spurt um tillögu ráðsins í heild og hins vegar um einstök álitamál. Niðurstöðurnar geti orðið misvísandi. „Svo er það umhugsunarefni hvað það þýðir sem segir í tillögunni að tillagan verði lögð fram eftir að hún hefur verið yfirfarin með tilliti til laga og alþjóðasamninga. Þegar fólk greiðir atkvæði hefur það ekki forsendur til að meta hvað af því sem það tekur afstöðu til á eftir að breytast á síðari stigum. Þetta er galli," segir Birgir. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fleiri fréttir Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Sjá meira
Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis samþykkti á fundi sínum í gær að leggja fram þingsályktunartillögu þess efnis að kosið verði um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá samhliða forsetakosningum 30. júní næstkomandi. Um ráðgefandi þjóðaratkvæði er að ræða, samkvæmt lögum. Spurt verður um stjórnarskrárdrögin í heild, auk spurninga um fimm sérstök álitamál. Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingar og formaður nefndarinnar, segir málið vel undirbúið og spurningarnar lúti að þeim álitamálum sem helst hafa verið nefnd í umræðunni; mál sem brenna á þjóðinni. „Spurningarnar máttu ekki vera of margar og nauðsynlegt að halda þeim vel afmörkuðum. Þegar við hittum fulltrúa úr stjórnlagaráði voru þeir með þessar sömu spurningar og við í huga." Valgerður segir að einnig hafi verið leitað til sérfræðinga um það hvernig spurningarnar skyldu orðaðar. Hún kannast við þá umræðu að málið geti reynst þungt í vöfum er varðar kosningar, en segir að það eigi líka við önnur mál, til dæmis Evrópusambandið og Icesave. „Það verður þriggja mánaða kynning á þessu máli og á þeim tíma getur fólk vegið þetta og metið. Það verða hins vegar ekki allir sammála, það liggur fyrir." Valgerður tekur sem dæmi að hún sé þeirrar skoðunar að óþarft sé að spyrja hvort atkvæði allra kjósenda eigi að vega jafnt, óháð búsetu. Það séu sjálfsögð mannréttindi að hennar mati, en um það séu skiptar skoðanir. Þjóðkirkjan er ekki nefnd í tillögum stjórnlagaráðs en lagt er til að spurt verði hvort ákvæði stjórnarskrárinnar um þjóðkirkjuna eigi að standa óbreytt. „Við erum að kalla eftir vilja þjóðarinnar; hvað þjóðin vill að við gerum næst," segir Valgerður. „Ég held að þessi skoðanakönnun verði ómarkviss og ruglingsleg," segir Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður, og nefnir þrennt sem hann telur veigamest. Áhætta felist í því að halda kosninguna samhliða forsetakjöri; hvaða áhrif stjórnarskrármálið hefur á forsetakjörið og öfugt. Þá sé galli að annars vegar sé spurt um tillögu ráðsins í heild og hins vegar um einstök álitamál. Niðurstöðurnar geti orðið misvísandi. „Svo er það umhugsunarefni hvað það þýðir sem segir í tillögunni að tillagan verði lögð fram eftir að hún hefur verið yfirfarin með tilliti til laga og alþjóðasamninga. Þegar fólk greiðir atkvæði hefur það ekki forsendur til að meta hvað af því sem það tekur afstöðu til á eftir að breytast á síðari stigum. Þetta er galli," segir Birgir. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fleiri fréttir Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Sjá meira