Ráðhúsið óhentugt til að telja atkvæði 23. október 2012 07:45 Atkvæði greidd Formaður landskjörstjórnar segir þjóðaratkvæðagreiðsluna hafa gengið þokkalega fyrir utan tafir á talningu í Reykjavíkurkjördæmi norður. fréttablaðið/pjetur „Ég mundi segja að þessar kosningar hafi gengið mjög vel fyrir sig," segir Katrín Theodórsdóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Talning gekk hægt í kjördæminu og var ekki lokið fyrr en undir miðnætti á sunnudag. Í öðrum kjördæmum lauk talningu aðfaranótt sunnudagsins. Katrín segir ástæðuna fyrir töfunum liggja í húsnæðinu. Talið er í sal borgarstjórnar í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þar eru öll húsgögn boltuð niður og ekki hægt að raða þeim upp á nýtt. Þá sé salurinn lítill og mikil þrengsli í honum. „Þetta gerði það að verkum að við gátum aðeins látið eina spurningu fara í gegn í einu og klárað hana alveg í staðinn fyrir að geta verið með flæði þannig að um leið og fyrsta væri búin væri hægt að setja næstu í gang í hluta salarins eins og gert var í öðrum kjördæmum. Þetta gátum við ekki vegna þessara þrengsla, því annars hefði allt getað farið í rugl. Þetta gerði það að verkum að þegar búið var að flokka og á meðan verið var að telja, þá sat fólkið aðgerðarlaust í smátíma." Fyrir kosningarnar var rætt um að nota tölvur í talningunni vegna þrengslanna. Katrín segir að prófanir hafi sýnt að sú leið var ekki nógu áreiðanleg. „Við vissum það þegar þessi leið var valin að þetta mundi taka lengri tíma. Þess vegna ákváðum við að í staðinn fyrir að halda fólki kannski fram til hádegis næsta dag að taka hlé um þrjúleytið og fólk fór heim og við mættum aftur til leiks úthvíld um eitt leytið." Katrín segir borgarstjórnarsalinn óhentugan, sérstaklega í kosningum eins og þessum þar sem sex spurningar voru á kjörseðlinum. „Næst munum við hugleiða allverulega hvort Ráðhúsið sé rétti vettvangurinn. Þetta er eitthvað sem við skoðum, en það er hefð fyrir því að nota Ráðhúsið." Freyr Ófeigsson, formaður landskjörstjórnar, segir talningu í höndum einstakra kjörstjórna og þær taki sér þann tíma sem þær þurfi. Talningin í Reykjavík norður komi ekki á sitt borð nema kært verði. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira
„Ég mundi segja að þessar kosningar hafi gengið mjög vel fyrir sig," segir Katrín Theodórsdóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Talning gekk hægt í kjördæminu og var ekki lokið fyrr en undir miðnætti á sunnudag. Í öðrum kjördæmum lauk talningu aðfaranótt sunnudagsins. Katrín segir ástæðuna fyrir töfunum liggja í húsnæðinu. Talið er í sal borgarstjórnar í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þar eru öll húsgögn boltuð niður og ekki hægt að raða þeim upp á nýtt. Þá sé salurinn lítill og mikil þrengsli í honum. „Þetta gerði það að verkum að við gátum aðeins látið eina spurningu fara í gegn í einu og klárað hana alveg í staðinn fyrir að geta verið með flæði þannig að um leið og fyrsta væri búin væri hægt að setja næstu í gang í hluta salarins eins og gert var í öðrum kjördæmum. Þetta gátum við ekki vegna þessara þrengsla, því annars hefði allt getað farið í rugl. Þetta gerði það að verkum að þegar búið var að flokka og á meðan verið var að telja, þá sat fólkið aðgerðarlaust í smátíma." Fyrir kosningarnar var rætt um að nota tölvur í talningunni vegna þrengslanna. Katrín segir að prófanir hafi sýnt að sú leið var ekki nógu áreiðanleg. „Við vissum það þegar þessi leið var valin að þetta mundi taka lengri tíma. Þess vegna ákváðum við að í staðinn fyrir að halda fólki kannski fram til hádegis næsta dag að taka hlé um þrjúleytið og fólk fór heim og við mættum aftur til leiks úthvíld um eitt leytið." Katrín segir borgarstjórnarsalinn óhentugan, sérstaklega í kosningum eins og þessum þar sem sex spurningar voru á kjörseðlinum. „Næst munum við hugleiða allverulega hvort Ráðhúsið sé rétti vettvangurinn. Þetta er eitthvað sem við skoðum, en það er hefð fyrir því að nota Ráðhúsið." Freyr Ófeigsson, formaður landskjörstjórnar, segir talningu í höndum einstakra kjörstjórna og þær taki sér þann tíma sem þær þurfi. Talningin í Reykjavík norður komi ekki á sitt borð nema kært verði. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira