Þingmenn gistu í flugrútu 27. janúar 2012 04:00 Eftir tveggja klukkutíma ferð um illfærar slóðir sneri flugrútan aftur með farþega sína í Leifsstöð. Þingmennirnir Helgi Hjörvar, Álfheiður Ingadóttir og Lúðvík Geirsson spá í spilin ásamt tveimur starfsmönnum Alþingis. Mynd/Siv Friðleifsdóttir „Ísland stóð svo sannarlega undir nafni þegar það tók á móti okkur,“ segir Siv Friðleifsdóttir alþingismaður sem lenti í hrakningum ásamt fleiri þingmönnum við komuna til landsins í fyrrakvöld. Með Siv í för voru Álfheiður Ingadóttir, Bjarni Benediktsson, Helgi Hjörvar, Jón Gunnarsson og Lúðvík Geirsson. Auk þeirra voru síðan nokkrir starfsmenn þingsins í föruneytinu sem var að skila sér heim frá Ósló að loknum fundum hjá Norðurlandaráði. Þingmaðurinn Höskuldur Þórhallsson kom einnig til landsins í fyrrakvöld annars staðar frá. Siv segir hópinn hafa verið fastan í flugrútunni hér og þar í og við Keflavík áður en leikurinn barst aftur upp í Leifsstöð eftir um tvo klukkutíma. Jón Gunnarsson hafi þó verið fljótur í gegn um flugstöðina og náð að fara Reykjanesbrautina á eigin bíl rétt í þann mund sem veginum var lokað. „Við gátum brotist upp í flugstöð aftur og þar hófst bið. Sumir komu sér síðan á hótel í Keflavík eða til vina og vandamanna,“ segir Siv sem eins og Álfheiður Ingadóttir og Bjarni Benediktsson gisti á Hótel Keflavík. Siv segir að þótt mannskapurinn hafi tekið öllu af æðruleysi hafi sumir ferðamennirnir ekki vitað hvaðan á þá stóð veðrið. „Einn hélt víst að hann væri að koma til Reykjavíkur þegar við vorum að koma upp í flugstöð aftur,“ segir Siv sem hrósar bílstjóra rútunnar fyrir mikla færni í blindhríð og ófærð. Lúðvík Geirsson segir að það hafi einmitt verið umhyggjusamur rútubílstjóri Kynnisferða sem bauð farþegunum sínum að láta fara þokkalega um sig í heitri rútunni í stað þess að hírast í flugstöðinni. Hann og Helgi Hjörvar ásamt tveimur starfsmönnum Alþingis hafi náð að dotta þar til morguns. Hann furðar sig hversu lítill viðbúnaður sé vegna tilviks eins og þessa þegar fjöldi manna verður innlyksa í flugstöðinni. Fólk þar hafi þó fengið vatn og teppi um miðja nótt. „Mér þótti sárt og aumt að horfa upp á þetta gagnvart mörgu fólki sem var með börn og gat litla björg sér veitt. Fólk lá bara á beru steingólfinu út um alla flugstöð. Ég kvarta ekki en nóttin var erfið hjá mörgum,“ segir Lúðvík Geirsson. gar@frettabladid.is Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
„Ísland stóð svo sannarlega undir nafni þegar það tók á móti okkur,“ segir Siv Friðleifsdóttir alþingismaður sem lenti í hrakningum ásamt fleiri þingmönnum við komuna til landsins í fyrrakvöld. Með Siv í för voru Álfheiður Ingadóttir, Bjarni Benediktsson, Helgi Hjörvar, Jón Gunnarsson og Lúðvík Geirsson. Auk þeirra voru síðan nokkrir starfsmenn þingsins í föruneytinu sem var að skila sér heim frá Ósló að loknum fundum hjá Norðurlandaráði. Þingmaðurinn Höskuldur Þórhallsson kom einnig til landsins í fyrrakvöld annars staðar frá. Siv segir hópinn hafa verið fastan í flugrútunni hér og þar í og við Keflavík áður en leikurinn barst aftur upp í Leifsstöð eftir um tvo klukkutíma. Jón Gunnarsson hafi þó verið fljótur í gegn um flugstöðina og náð að fara Reykjanesbrautina á eigin bíl rétt í þann mund sem veginum var lokað. „Við gátum brotist upp í flugstöð aftur og þar hófst bið. Sumir komu sér síðan á hótel í Keflavík eða til vina og vandamanna,“ segir Siv sem eins og Álfheiður Ingadóttir og Bjarni Benediktsson gisti á Hótel Keflavík. Siv segir að þótt mannskapurinn hafi tekið öllu af æðruleysi hafi sumir ferðamennirnir ekki vitað hvaðan á þá stóð veðrið. „Einn hélt víst að hann væri að koma til Reykjavíkur þegar við vorum að koma upp í flugstöð aftur,“ segir Siv sem hrósar bílstjóra rútunnar fyrir mikla færni í blindhríð og ófærð. Lúðvík Geirsson segir að það hafi einmitt verið umhyggjusamur rútubílstjóri Kynnisferða sem bauð farþegunum sínum að láta fara þokkalega um sig í heitri rútunni í stað þess að hírast í flugstöðinni. Hann og Helgi Hjörvar ásamt tveimur starfsmönnum Alþingis hafi náð að dotta þar til morguns. Hann furðar sig hversu lítill viðbúnaður sé vegna tilviks eins og þessa þegar fjöldi manna verður innlyksa í flugstöðinni. Fólk þar hafi þó fengið vatn og teppi um miðja nótt. „Mér þótti sárt og aumt að horfa upp á þetta gagnvart mörgu fólki sem var með börn og gat litla björg sér veitt. Fólk lá bara á beru steingólfinu út um alla flugstöð. Ég kvarta ekki en nóttin var erfið hjá mörgum,“ segir Lúðvík Geirsson. gar@frettabladid.is
Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira