Alþjóðleg samvinna lykill að árangri Íslands 27. janúar 2012 06:00 Talið er að um þrettán prósent ónýttra náttúruauðlinda á borð við olíu og gas í heiminum í dag sé að finna á norðurslóðum. Lífríkið er afar viðkvæmt og hætta á umhverfisslysum vekur ugg. Nordicphotos/AFP Ísland verður að taka aukinn þátt í alþjóðlegri samvinnu um framtíð norðurslóða ætli íslensk stjórnvöld sér að hafa áhrif á öryggismál í þessum heimshluta í framtíðinni. Um þetta voru fyrirlesarar á fundi um borgaralegt öryggi og norðurslóðir sem haldinn var í gær sammála. Þó að friðsamlegt sé um að litast á norðurslóðum og stöðugleiki hafi ríkt þar lengi hafa þau ríki sem þar hafa ítök hug á að tryggja eigin hagsmuni vegna nýtingar á auðlindum og siglingarleiðum sem kunna að opnast, sagði Margrét Cela, doktorsnemi við Háskólann í Lapplandi í gær. Margrét var annar fyrirlesaranna á fundi sem Varðberg, samtök um vestræna samvinnu og alþjóðamál, héldu í Þjóðminjasafninu í gær. Ísland verður að fylgjast með því sem er að gerast á norðurslóðum, taka þátt eftir því sem við á og reyna að hafa áhrif, sagði Margrét. Til þess að hafa sem mest áhrif verða stjórnvöld að móta vel skilgreind markmið og forgangsraða því sem þau vilja ná fram, segir Margrét. Öryggi ríkja er gjarnan skipt í borgaralegt öryggi og hernaðarlegt öryggi, þó að mörkin þar á milli séu oft óljós, sagði Ellisif Tinna Víðisdóttir, fyrrverandi forstjóri Varnarmálastofnunar. Með borgaralegu öryggi er til dæmis átt við ógn af völdum hryðjuverka, skipulagðri glæpastarfsemi, netárásum, umhverfisslysum og hlýnun af mannavöldum. Ellisif Tinna sagði það traust sem ríkir um þessar mundir milli þeirra átta þjóða sem helst eigi hagsmuna að gæta á norðurslóðum þýða að hægt sé að leggja minni áherslu á hernaðarlegt öryggi. Þar með megi leggja meiri áherslu á borgaralegt öryggi. Lykillinn að því að takast á við borgaralegar ógnir er aukið alþjóðlegt samstarf, sagði Ellisif Tinna. Þar verði ríkin öll að taka þátt, enda sé almennt ekki litið hýru auga þegar ríki taki þátt í alþjóðlegu samstarfi án þess að taka réttlátan skerf af verkefnum. „Stríð morgundagsins verða ekki eins og stríð gærdagsins,“ sagði Ellisif Tinna. Ríki verði að tileinka sér nýja hugsun þar sem nýjar ógnir kalli á óhefðbundin meðul til að verjast. „Alþjóðlegt samstarf eykur friðinn, ekki einangrunarhyggja.“ Hún sagði mikilvægt fyrir Ísland að vinna áfram með Atlantshafsbandalaginu, þrátt fyrir að það hafi ekki mótað sérstaka stefnu bandalagsins fyrir norðurslóðir. Margrét Cela tók undir þetta, en benti einnig á mikilvægi þess að starfa áfram náið með Norðurskautsráðinu til að hafa áhrif á þróun svæðisins, þar með talið nýtingu náttúruauðlinda. Talið er að um þrettán prósent ónýttra auðlinda á borð við olíu og gas í heiminum í dag sé að finna á norðurslóðum. Margrét lagði áherslu á að tal um hernaðaruppbyggingu ríkja á borð við Bandaríkin, Kanada og Rússlands á norðurslóðum sé orðum aukin. Réttara væri að tala um endurnýjun á herafla. brjann@frettabladid.is Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Ísland verður að taka aukinn þátt í alþjóðlegri samvinnu um framtíð norðurslóða ætli íslensk stjórnvöld sér að hafa áhrif á öryggismál í þessum heimshluta í framtíðinni. Um þetta voru fyrirlesarar á fundi um borgaralegt öryggi og norðurslóðir sem haldinn var í gær sammála. Þó að friðsamlegt sé um að litast á norðurslóðum og stöðugleiki hafi ríkt þar lengi hafa þau ríki sem þar hafa ítök hug á að tryggja eigin hagsmuni vegna nýtingar á auðlindum og siglingarleiðum sem kunna að opnast, sagði Margrét Cela, doktorsnemi við Háskólann í Lapplandi í gær. Margrét var annar fyrirlesaranna á fundi sem Varðberg, samtök um vestræna samvinnu og alþjóðamál, héldu í Þjóðminjasafninu í gær. Ísland verður að fylgjast með því sem er að gerast á norðurslóðum, taka þátt eftir því sem við á og reyna að hafa áhrif, sagði Margrét. Til þess að hafa sem mest áhrif verða stjórnvöld að móta vel skilgreind markmið og forgangsraða því sem þau vilja ná fram, segir Margrét. Öryggi ríkja er gjarnan skipt í borgaralegt öryggi og hernaðarlegt öryggi, þó að mörkin þar á milli séu oft óljós, sagði Ellisif Tinna Víðisdóttir, fyrrverandi forstjóri Varnarmálastofnunar. Með borgaralegu öryggi er til dæmis átt við ógn af völdum hryðjuverka, skipulagðri glæpastarfsemi, netárásum, umhverfisslysum og hlýnun af mannavöldum. Ellisif Tinna sagði það traust sem ríkir um þessar mundir milli þeirra átta þjóða sem helst eigi hagsmuna að gæta á norðurslóðum þýða að hægt sé að leggja minni áherslu á hernaðarlegt öryggi. Þar með megi leggja meiri áherslu á borgaralegt öryggi. Lykillinn að því að takast á við borgaralegar ógnir er aukið alþjóðlegt samstarf, sagði Ellisif Tinna. Þar verði ríkin öll að taka þátt, enda sé almennt ekki litið hýru auga þegar ríki taki þátt í alþjóðlegu samstarfi án þess að taka réttlátan skerf af verkefnum. „Stríð morgundagsins verða ekki eins og stríð gærdagsins,“ sagði Ellisif Tinna. Ríki verði að tileinka sér nýja hugsun þar sem nýjar ógnir kalli á óhefðbundin meðul til að verjast. „Alþjóðlegt samstarf eykur friðinn, ekki einangrunarhyggja.“ Hún sagði mikilvægt fyrir Ísland að vinna áfram með Atlantshafsbandalaginu, þrátt fyrir að það hafi ekki mótað sérstaka stefnu bandalagsins fyrir norðurslóðir. Margrét Cela tók undir þetta, en benti einnig á mikilvægi þess að starfa áfram náið með Norðurskautsráðinu til að hafa áhrif á þróun svæðisins, þar með talið nýtingu náttúruauðlinda. Talið er að um þrettán prósent ónýttra auðlinda á borð við olíu og gas í heiminum í dag sé að finna á norðurslóðum. Margrét lagði áherslu á að tal um hernaðaruppbyggingu ríkja á borð við Bandaríkin, Kanada og Rússlands á norðurslóðum sé orðum aukin. Réttara væri að tala um endurnýjun á herafla. brjann@frettabladid.is
Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira