Innlent

Eigandinn veit ekkert hvernig bíllinn endaði í vatninu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Allt er á huldu um það hvernig stendur á því að jeppa var ekið ofan í Vífilsstaðavatn, sem er ísi lagt en með djúpu vatnslagi ofan á íslnum. Jeppinn fannst um níuleytið í morgun. Lögreglan hefur haft samband við eiganda bílsins og gat hann engar skýringar gefið á því hvernig bíllinn endaði ofan í vatninu. Því er útlit fyrir að bílnum hafi verið stolið.

Kafarar fóru ofan í vatnið um níuleytið í morgun til að kanna hvort einhver væri í bílnum. Svo reyndist ekki vera og ekki hefur heldur neinn fundist ofan í vatninu. Búið er að koma bílnum upp úr vatninu.

Smelltu hér til að sjá myndskeið frá því þegar kafarar skoða bílinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×